fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Séra Bjarni spyr hvort konur þurfi að fara í fóstureyðingu: „Þarf þessi bakþanki að taka þennan glataða snúning þarna í lokin?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 09:56

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Bjarni Karlsson. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séra Bjarni Karlsson segir að fólk þurfi að viðurkenna að fóstur í móðurkviði á sér stærra samhengi en líkama móðurinnar og að í íslensku samfélagi sé bundið enda á sjöttu hverja þungun. Hann segir í bakþönkum Fréttablaðsins í dag að þegar hann hafi verið í röð í Bónus  um daginn þá hafi hann fengið spurninguna „þarftu poka?“, það hafi orðið til þess að hann hafi farið að velta fyrir sér hvað fólk þurfi mikið í stóra samhengi hlutanna: „Þarf ég kjöt? Þarf ég poka? Þarf ég að fljúga til útlanda? Þarf ég að aka bíl í vinnuna? Þarf ég blómstrandi vöruúrval á meðan líffræðilegur fjölbreytileiki jarðar fölnar?, spyr Bjarni.

Hann segir að mannsandinn skynji að hann er eitt með öllu sem lifir og að maðurinn sé ekki herra jarðar heldur þjónn. Hann beinir svo sjónum sínum að frumvarpi um þungunarrof, ef frumvarpið verður að lögum verður konum heimilt að enda á þungun fram til loka 22. viku. Bjarni segir að málefnið sé sárt og flókið og hann hafi ekki svar við því, telur hann að það sé gagnlegt að skoða það frá eftirfarandi sjónarhorni: „Lagafrumvarp um meðgöngurof. Annars vegar þarf að tryggja að löggjöfin viðhaldi ekki forræðishyggju gagnvart barnshafandi konum. Hins vegar verðum við að viðurkenna að fóstur í móðurkviði á sér stærra samhengi en líkama móðurinnar og að við tilheyrum samfélagi sem bindur enda á sjöttu hverja þungun,“ hann spyr svo að lokum: „Þarf það?“

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, femínisti, segir á Facebook að það fari í taugarnar á henni að hversu margir karlar líti á skoðanir sínar á málefni sem snerti aðeins konur á barneignaraldri sem eitthvað sem skipti máli:

„Stelpur! Leggið frá ykkur uppþvottaburstann, það er miðaldra karl aftan á Fréttablaðinu að segja ykkur hvað honum finnst um þungunarrofin ykkar!“

Guðrún Ögmundsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, spurði Hildi hvort hún þyrfti að lesa bakþanka séra Bjarna, hún fékk svarið: „Nei, Gunna mín. Alls alls ekki.“

Berglind Pétursdóttir, Berglind Festival, gagnrýni enn fremur pistilinn á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“