fbpx
Mánudagur 24.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Kristbjörg vildi mynd af látnum föður sínum: Rukkuð um 19 þúsund – „Rán um hábjartan dag“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 12:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér er tjáð af starfsfólki bankans að þetta sé umsýslugjald sem reiknistofa bankanna taki fyrir ómakið. Þetta er rán um hábjartan dag,“ segir Kristbjörg Þórisdóttir, sálfræðingur og varaþingmaður Framsóknarflokksins.

Kristbjörg var rukkuð um nítján þúsund krónur fyrir að fá afrit af passamynd sem faðir hennar fór með í Íslandsbanka áður en hann lést. Kristbjörg sagði fyrst frá þessu á Facebook-síðu sinni og segir hún að hann hafi sjálfur greitt fyrir myndina sem er síðasta passamyndin sem tekin var af honum. Var tilgangurinn að nota myndina í dánartilkynningu.

Kristbjörg var eðlilega ósátt við að þurfa að greiða svo háa upphæð en eins og fram kemur hér að framan var um að ræða umsýslugjald sem tekið er. Hún segir að ekki sé um neitt annað en rán að ræða.

Í samtali við RÚV segir hún að faðir hennar hafi látist þann 6. september síðastliðinn. Systir hennar hafi haft samband við bankann og óskað eftir myndinni en henni þá verið bent á Reiknistofu bankanna sem ætti myndina. Bankinn myndi svo fá myndina en kostnaðurinn við þetta næmi 19 þúsund krónum.

Kristbjörg kveðst ósátt við þetta, ekki séu allir í þeirri stöðu að geta greitt 19 þúsund krónur fyrir passamyndir af látnum ættingjum. „Manni svíður þetta og við munum ekki láta þetta yfir okkur ganga,“ segir hún í samtali við RÚV og bætir við að hún geti ekki ímyndað sér að kostnaðurinn við þetta sé svona hár í raun og veru. Endaði fjölskyldan á að nota aðra og eldri mynd í dánartilkynningunni.

Kristbjörg segir málið allt hið óeðlilegasta og skrýtið sé að ekki sé hægt að verða fólki að liði í tilvikum sem þessum. „Það er óeðlilegt að ættingjar manns, sem hefur verið í viðskiptum við bankann í tugi ára, geti ekki óskað eftir myndinni.“

RÚV hefur eftir Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra Íslandsbanka, að upphæðin sé ákvörðuð af Reiknistofu bankanna en ekki Íslandsbanka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Ari Edwald ósáttur: Sakar Isavia um ólöglega mismunun – UPPFÆRT: Isavia svarar

Ari Edwald ósáttur: Sakar Isavia um ólöglega mismunun – UPPFÆRT: Isavia svarar
Fréttir
Í gær

Mótmæla fíkniefnaleit á fólki á Secret Solstice – Segja borgaraleg réttindi brotin

Mótmæla fíkniefnaleit á fólki á Secret Solstice – Segja borgaraleg réttindi brotin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páskastjarnan Guðný María í stríði við nágranna sína – „Það er verið að hafa af mér eignir mínar“

Páskastjarnan Guðný María í stríði við nágranna sína – „Það er verið að hafa af mér eignir mínar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórfurðulegt háttalag ökumanns – Dansaði undir stýri og bíllinn rásaði út um allt

Stórfurðulegt háttalag ökumanns – Dansaði undir stýri og bíllinn rásaði út um allt