fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Kristján varar Íslendinga við: Tapaði sjö milljónum króna á ótrúlegan hátt – „Kæru landsmenn, farið varlega“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Berg Ásgeirsson, sem oft er kenndur við verslun sína Fiskikónginn, hvetur Íslendinga til að fara varlega á netinu. Kristján, sem einnig rekur fyrirtækið Heitirpottar.is, þekkir af eigin raun hvernig það er að tapa fjármunum á netinu því um hábjartan dag um mitt síðastliðið sumar tapaði fyrirtæki hans sjö milljónum króna á ótrúlegan hátt.

Kristján segir í færslu á Facebook-síðu sinni í dag að upphæðin sem Heitirpottar.is tapaði hafi numið 57.600 Bandaríkjadölum, eða um sjö milljónum króna á núverandi gengi. Hann kveðst vera ósáttur við viðbrögð íslenska bankakerfisins og lögreglunnar vegna málsins eins og hann lýsir:

„Varðandi bankakerfið, þá er engin viðbragðsáætlun til í bankanum sem virkjast þegar svona atburðir gerast. Það er enginn sem spyr mig um þetta, segir mér hvað ég eigi að gera, eða hvernig ég eigi að bregðast við, hvert ég eigi að leita, hvað ég geti gert eða slíkt,“ segir Kristján sem bætir við að hann þó verið hvattur til að kæra til lögreglunnar.

Komust inn í samskiptin

Kristján sagði fyrst frá málinu í sumar og sagði í samtali við Fréttablaðið að tölvuþrjótum hefði tekist að svíkja peningana með fölskum reikningum fyrir sendingu af pottum. Hann kvaðst hafa verið í góðum samskiptum við fyrirtæki í Bandaríkjunum sem framleiðir gáma fyrir hann. Einn dag hefði hann fengið tölvupóst frá konu, sem Kristján kveðst þekkja vel hjá umræddu fyrirtæki, sem tjáði honum að eitthvað vandamál væri komið upp varðandi skattamál. Hún hafi spurt hann hvort hann gæti greitt reikning með því að leggja inn á annan reikning en vant er.

Í samtali við Fréttablaðið í sumar sagðist Kristján ekki sjá því neitt til fyrirstöðu. „En þarna eru þessir gaurar búnir að yfirtaka póstinn hennar,“ segir hann og peningarnir sem hann taldi sig vera að leggja inn á fyrirtækið hefðu ratað inn á reikning svikahrappanna.

Öryggisstjórinn í sumarfríi

Í Facebook-færslu sinni segir hann að þegar hann hafði samband við bankann hafi verið fátt um svör.

„Svörin voru lengi að berast, og öryggisstjórinn var í sumarfríi!! Eftir því sem lengri tíma tekur að rekja peningana, því minni líkur eru á að endurheimta þá,“ segir hann og nefnir að ef þessu hefði verið öfugt farið, bankinn hefði verið rændur um miðjan dag, þá væru starfsmenn sérstaklega búnir undir það og sérstakur neyðarhnappur til staðar um beint samband til lögreglu.

„Neyðarhnappur er í öllum bönkum og sennilega beintengdur við lögregluna, sérsveitin virkjuð út og leitarhundar ræstir út ásamt þyrlunni, og allir fjölmiðlar landsins hefðu komist í þetta og verið fréttaþyrstir um framvindu mála og allir á einu máli á því að finna bankaræningjann,“ segir Kristján sem er augljóslega ósáttur. Hann segir að engin viðbragðsáætlun virðist vera til staðar. Raunar hafi lögregla sagt við hann, blákalt: „Það er sennilega engin von um að þú fáir þessa peninga til baka.“

Litið fram hjá netglæpum?

Kristján segir að þetta sé furðulegt, bæði að hálfu bankans og lögreglunnar. „Bara vegna þess að ég lenti í netglæp þá er litið fram hjá þessu og ekkert í málinu gert.“

Kristján spyr því hvort verið sé að viðurkenna að í lagi sé að fremja netglæpi. „Ef það er enginn að reyna að handsama þann sem fremur glæpinn, þá hljótum við að vera að segja okkur, að þetta er bara í stakasta lagi. Eða þannig lítur þetta út fyrir mér. Þjófurinn næst hvort sem er ekki, það er enginn að reyna að handsama hann og þetta er látið viðgangast.“

Kristján bendir réttilega á að netsala hlaupi á milljörðum á milljarða ofan á hverjum degi og kveðst hann reikna með að fjársvikamálum á netinu fjölgi hratt. Það sé kannski ekki furða að þeim fjölgi hratt miðað við hvað lítil áhersla virðist lögð á að uppræta slíka glæpi.

„Kæru landsmenn, farið varlega“

Kristján endar færslu sína á þeim orðum að sá sem rændi hann geti allt eins verið nágranni hans – eða þinn, kæri lesandi. „Þessir þjófar (netglæpamenn) eru ekki dópistar, eða fólk sem kemst ekki í gegnum skóla og lærði ekki neitt,“ segist Kristján giska á og bætir við að líklega séu þetta vel menntaðir einstaklinga með góða kunnáttu á tölvum, forritun, vel skrifandi og með góða þekkingu í samskiptum á netinu – með öðrum orðum séu þetta ekki hinir dæmigerðu Nígeríusvindlarar sem koma manni til að hlæja þegar maður fær tölvupóst frá þeim.

„En eitt er víst, þeir eru samviskulausir og það er það sem er svo hættulegt við þá. En hættulegast er að öllum er alveg sama og þá aukast þessir glæpir til mikilla muna. Kæru landsmenn, farið varlega á netinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Halla Bergþóra á að meta hvort hefja eigi nýja rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum

Halla Bergþóra á að meta hvort hefja eigi nýja rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum
Fréttir
Í gær

Sveinn Hjörtur fann fágætan grip í Kolaportinu – Fangar spiluðu tregafulla söngva

Sveinn Hjörtur fann fágætan grip í Kolaportinu – Fangar spiluðu tregafulla söngva
Fréttir
Í gær

Douglas Murray til Íslands – Bók og fyrirlestur – Segir evrópska menningu í hættu

Douglas Murray til Íslands – Bók og fyrirlestur – Segir evrópska menningu í hættu
Fréttir
Í gær

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur
Fréttir
Í gær

Lilja Katrín nýr ritstjóri DV

Lilja Katrín nýr ritstjóri DV
Fréttir
Í gær

Lá í götunni á Mosfellsheiði

Lá í götunni á Mosfellsheiði
Fréttir
Í gær

Ljóst að eftirmál verða vegna uppátækis Hatara

Ljóst að eftirmál verða vegna uppátækis Hatara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“
Fyrir 2 dögum

Rof milli Kristjáns og Bjarna

Rof milli Kristjáns og Bjarna