fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Réðust á mann fyrir utan American Bar

Auður Ösp
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir karlmenn hafa verið dæmdir í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna líkamsárásar á skemmtistaðnum American Bar í apríl 2016.

Fram kemur að komið hafa til átaka á milli mannanna tveggja og fórnarlambs árásarinnar inni á skemmtistaðnum. Í þeim átökum sló annar maðurinn fórnarlambið hnefahögg í andlitið.

Fyrir utan skemmtistaðinn héldu átökin áfram. Fórnarlambið lýsti því þannig fyrir dómi að  mennirnir hefðu ráðist á sig og slegið sig en hann hefði varist. Í þessum átökum hefðu hann og annar mannanna fallið í götuna og við það hefði fingur hans brotnað.

Afleiðingarnar árásarinnar voru þær að fórnarlambið fingurbrotnaði á litla fingri vinstri handar, hlaut mar á kinn vinstra megin, bólgu fyrir aftan vinstra eyra og yfirborðsáverka á hálsi.

Sannað þótti með framburði vitna að mennirnir tveir hefðu staðið að árásinni. Lögreglumenn, sem komu á vettvang, báru sömuleiðis að þá hefðu mennirnir og fórnarlambið verið í slagsmálum.

Hvorugur mannanna hefur áður hlotið refsingu. Auk fangelsisrefsingarinnar er þeim gert að greiða fórnarlambinu 400 þúsund krónur í miskabætur, auk sakarkostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Hörður Sigurgestsson er látinn

Hörður Sigurgestsson er látinn
Fréttir
Í gær

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“
Fréttir
Í gær

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við
Fréttir
Í gær

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn á 145 á Reykjanesbraut: Það varð ferðamanninum dýrkeypt

Tekinn á 145 á Reykjanesbraut: Það varð ferðamanninum dýrkeypt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“