fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Tíu handteknir fyrir að falsa íslensk vegabréf

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 9. október 2018 12:17

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun tíu karlmenn í tengslum við rannsókn hennar á skjalafalsi, þ.e. vegabréfafölsun. Mennirnir, níu erlendir ríkisborgarar og einn Íslendingur, voru handteknir á tveimur stöðum í umdæminu, en þar voru jafnframt framkvæmdar húsleitir. Einnig var lagt hald á gögn hjá einu fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, sem tengist málinu.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að hinir handteknu séu grunaðir um að hafa fengið skráningar á kennitölum í gegnum Þjóðskrá með sviksömum hætti. Mennirnir fengu úthlutaða kerfiskennitölu á utangarðsskrá á þessu ári, en þegar þeir sóttu um nýskráningu (svokölluð full skráning) vöknuðu grunsemdir um að framlögð vegabréf þeirra væru bæði fölsuð og stolin.

Lögreglan vill ekki veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks