fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Píratinn Halldór Auðar kemur brottreknum Kristni til varnar – Varhugaverð uppsögn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. október 2018 19:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, tjáir sig um uppsögn Kristins Sigurjónssonar lektors úr HR vegna ummæla hans um konur í lokuðum Facebook-hópi. Halldór Auðar hefur miklar efasemdir um réttmæti uppsagnarinnar og óttast að frjálsri tjáningu sé stefnt í voða ef fólk megi ekki viðra skoðanir sínar í spjallhópum án afleiðinga.

Eins og áður hefur komið fram viðraði Kristinn ummæli um konur á vinnustöðum sem mörgum þótti sérkennileg. Skrifaði hann meðal annars:

„„Ég er svo hjartanlega sammála, það á að aðgreina vinnustaði karla og kvenna. Vandinn er bara að konur reyna alltaf að troða sér þar sem karlmenn vinna, og um leið og þær eru komnar inn, þá byrja þær að eyðileggja hann, því allir kalmennirnir eiga þá að fara að tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti og ef sagður en neðanbeltisbrandari, svo ég nefni ekki klámbrandari, þá er það kynferðisofbeldi.“

Eftir að DV vakti athygli á þessum ummælum í frétt virðist þau hafa farið svo fyrir brjóstið á stjórnendum í HR að Kristni var sagt upp störfum. Halldór Auðar er hugsi yfir þessari ákvörðun og minnir á mikilvægi þess að fólk fái að gera mistök þegar það viðrar skoðanir sínar. Fólk verði að geta haft vettvang þar sem það kastar á milli sín misgóðum hugmyndum án þess að eiga á hættu jafnalvarlegar afleiðingar og brottrekstur úr starfi. Pistill hans er svohljóðandi:

Alveg óháð efninu og almennt um brottrekstur lektors við HR vegna ummæla í Facebook-hópi (sem voru kveikjan að brottrekstrinum þó mögulega hafi fleira spilað inn í, punkturinn er að það er óumdeilt að þessi ummæli leiddu til þess að farið var í ferli sem leiddi til brottrekstrar).

Það er varhugavert að ummæli í lokuðum hópum á Facebook yrðu almennt tilefni til þess að farið er út í brottrekstur á viðkomandi úr starfi, ef viðkomandi er það óheppinn að fjallað er um þau í fjölmiðlum. Mörkin varðandi það hvað er heppilegt að segja hvar eru orðin of óljós og handahófskennd. Þetta hefur mikil kælingaráhrif á frjálsa tjáningu.

Frjáls tjáning snýst ekki síst um frelsið til að gera ‘mistök’; að eiga sér einhverja vettvanga þar sem hægt er að kasta á milli skoðunum sem fólk er ekki endilega til í að viðra opinberlega. Það væri mikill misskilningur að ætla sér að samfélagið eigi að vera þannig byggt upp að fólk eigi hreinlega aldrei að segja það á einkavettvangi sem ekki þolir opinbera umræðu. Það er alls ekki þannig sem að hugmyndir og skoðanir eru mótaðar. Þær verða að fá rými til þess að vaxa á sínum eigin forsendum og á forsendum einstaklingsins. Ef valdi einstaklingsins yfir því hvert hans tjáning berst og hvernig hún er notuð er kippt undan honum með óljósum mörkum er kippt undan einum af hornsteinum hins frjálslynda samfélags.

Þetta er stórt áskorunarefni sem fylgir því að nánast öll tjáning fer núorðið fram á Facebook undir fullu nafni. Það er verið að skrifa reglurnar sem um þetta gilda jafnóðum og þær eru alls ekki ljósar. Hætt er við því að í slíku umhverfi kjósi fólk einfaldlega að draga sig í hlé frekar en að viðra eitthvað sem einhver minnsti möguleiki er á að nota megi gegn því á einhverjum tímapunkti síðar. Það væri mikill missir og afturför frá því að netið var Mekka frjálsra skoðanaskipta þar sem hægt var að tjá sig tiltölulega óheft á þar til gerðum spjallsvæðum. Þau eru auðvitað enn til en vandinn er að fólk notar þau síður þar sem allt er á Facebook. Það er frekar erfitt að segja fólki bara að hætta að nota Facebook – en mögulega auðveldara að skýra betur reglurnar sem gilda um tjáningu í lokuðum hópum þar og á sambærilegum vettvangi. Jafnvel í gegnum lög.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið“

„Erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga
Fréttir
Í gær

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum