fbpx
Sunnudagur 16.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Ólöf Arnalds glataði sparnaðinum – Þetta gerði hún þegar hún fékk synjun á kortið

Auður Ösp
Þriðjudaginn 9. október 2018 17:00

Ólöf Arnalds. Ljósmynd/Skjáskot af vef Youtube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Ólöf Arnalds var í námi erlendis haustið 2008 og hafði hugsað sér að lifa á sparnaði á meðan dvölinni stæði. Sú upphæð gufaði upp í efnahagshruninu og þá voru góð ráð dýr. Ólöf lét hins vegar ekki deigan síga, líkt og hún greinir frá í opinni færslu á facebook.

Um þessar mundir eru liðin tíu ár síðan bankakerfið á Íslandi hrundi og setti efnahagslífið í landinu á hliðina. Íslenskir námsmenn erlendis fengu svo sannarlega að finna fyrir gengisfalli krónunnar enda neyddust margir til að hætta í námi og flytja aftur heim. Þeir sem urðu eftir þurftu að finna leiðir til að draga fram lífið, hvort sem það var með hlutastarfi, láni frá vinum eða ættingjum eða öðru.

Þegar hrunið átti sér stað var Ólöf stödd í skiptinámi í Finnlandi ásamt barnsföður sínum og ungum syni.

„Á nokkrum dögum varð sparnaðurinn fyrir dvölinni að litlu sem engu. Við bjuggum í fallegri Alvar Alto blokk í úthverfi Helsinki, í tómlegri íbúð. Ég stóð í lagadeilu við útgefanda sem reyndi mjög á sálartetrið. Undarleg blanda af brjóstaþoku og sting í maganum.

Einn daginn var ég úti að ganga með Ara og fékk þá hugmynd að fara í sund til að skola af mér áhyggjurnar en vantaði sundbol. Í nærfataversluninni fékk ég synjun á kortið.“

Ólöf lýsir því hvernig hún tók til sinna ráða en nú kom það sér vel að hafa bakgrunn í tónlist.

„Þá gerðist eitthvað innra með mér. Ég var brjáluð og ætlaði í sund sama hvað það kostaði. Ég rauk heim, sótti fiðluna mína og flýtti mér niður í næstu verslunargötu með Ara í kerru, opnaði kassann á fiðlunni og byrjaði að spila. Ég spilaði í klukkutíma og fékk 50 evrur. Fór svo og borgaði bolinn og fór í sund.“

Ólöf bætir því við að að  nokkrum dögum eftir hafi hún verið komin með finnskan bókara og og tókst henni að draga björg í bú það sem eftir lifði dvalarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Eirika segir móður sína vanrækta á Hrafnistu: „Systir mín hefur þurft að skipta um á blautu rúmi hjá mömmu“

Eirika segir móður sína vanrækta á Hrafnistu: „Systir mín hefur þurft að skipta um á blautu rúmi hjá mömmu“
Fréttir
Í gær

Þrír í haldi lögreglu: Umfangsmikil rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi

Þrír í haldi lögreglu: Umfangsmikil rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Missti stjórn á sér á lögreglustöðinni

Missti stjórn á sér á lögreglustöðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fangi íslenska kerfisins: Vill miklu frekar fara til Nepal en vera áfram á Íslandi – „Ég vil ekki vera hérna lengur, mig langar bara heim“

Fangi íslenska kerfisins: Vill miklu frekar fara til Nepal en vera áfram á Íslandi – „Ég vil ekki vera hérna lengur, mig langar bara heim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háskólinn segir ofsagt að Helgi hafi verið rekinn: „Endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir“

Háskólinn segir ofsagt að Helgi hafi verið rekinn: „Endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn telur Sigríði bera ábyrgð á uppsögninni: „Þetta er eiginlega alveg írónískt, næstum bara fyndið ef þetta væri ekki grátlegt“

Kristinn telur Sigríði bera ábyrgð á uppsögninni: „Þetta er eiginlega alveg írónískt, næstum bara fyndið ef þetta væri ekki grátlegt“