fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Valgerður skutlaði Jóni á Selfoss – Fékk svo typpamyndband: „Menn eru ekkert að rúnka sér úti í sjoppu“

Hjálmar Friðriksson, Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 8. október 2018 11:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgerður Þorsteinsdóttir greinir frá því innan hóps skutlara á Facebook að farþegi hennar á dögunum hafi sent henni vægast sagt óviðeigandi myndband. Farþeginn, sem heitir Jón, sendi henni myndband af sjálfum sér að fróa sér. Í samtali við DV segist Valgerður ætla að kæra manninn til lögreglu í vikunni.

Valgerður segir þetta ekki í fyrsta skipti sem hún fær myndir sem þessar. „En ég hef fengið slatta af svona myndum og myndböndum áður. Það sem gerir þetta extra creepy er að ég hleypti honum í bílinn minn. Hann svaf mest alla leiðina. Finnst spes hvað margir á hans aldri sem virtist finnast þetta fyndið,“ segir Valgerður.

Hún spyr sig hvað valdi því að ungir menn geri þetta frekar en þeir eldri. „Samfélagið er gegnsýrt kynferðisofbeldi. Skrítið hvað klámvæðing virðist deyfa marga. Samfélagsmiðlar stútfullir af metoo, málið þarna í Bandaríkjunum, konur tala og svo framvegis. En það virðist ekki hafa áhrif á einhvern hóp. Þetta ætti að vera svo beisikk. Menn eru ekkert að rúnka sér út í sjoppu. Netið virðist gefa eitthvað grænt ljós,“ segir Valgerður.

Hún segist reyna að passa vel upp á að skutla ekki hverjum sem er en þrátt fyrir það kemur þetta fyrir. „Mér hefur verið nauðgað oftar en einu sinni. Eins og svo mörgum konum. Fengið fáránlegt magn af kynferðislegu áreiti. Mér finnst ég almennt passa mig ágætlega. Drekk til dæmis sjaldan. Sía út þá sem koma í bílinn og hef bílinn læstan svo að ég opni bara fyrir fólki sem virðist ok, til dæmis skráð í samband, til að losna við eitthvað af áreitinu,“ segir Valgerður.

Valgerður fékk blendin viðbrögð innan skutlara-hópsins á Facebook en þar nafngreindi hún manninn. Flestir voru þó á því máli að þetta væri viðbjóðsleg hegðun. Þar deildi hún enn fremur skjáskoti af viðbrögðum hans við innleggi hennar. „Ertu að grínast? Eyddu þessu,“ voru skilaboð hans.

Ein kona er þó mjög reið yfir því að hún hafi birt skjáskot af typpamynd mannsins og segir að hún eigi ekki að nafngreina hann. Því svaraði Valgerður: „Ég bað ekki um rúnk myndband frá honum. Ég er mjög triggered yfir að hafa einhvern tímann hleypt þessum manni upp í bílinn minn fyrst honum finnst ok að senda svona myndband á konu sem hann þekkir ekkert, hefur aldrei gefið honum ástæðu til að halda að það væri eitthvað flirt í gangi, sem er í sambandi, sem er 19 árum eldri o.s.frv. Maðurinn er greinilega brenglaður. Honum er velkomið að kæra mig fyrir að láta vita af honum. Mér finnst ekki í lagi að konur eigi að hylma yfir kynferðislegar árásir með gerendum sínum. Ég tek ekki þátt í því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“