fbpx
Þriðjudagur 25.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Greiða allt að 13 milljónir án útboðs fyrir vinnu við úttekt á stjórnsýslu Árborgar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. október 2018 05:30

Frá Árborg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt samning við Harald Líndal Haraldsson, fyrrum bæjarstjóra í Hafnarfirði, um að gera úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins. Kostnaðurinn getur orðið allt að 13 milljónir. Vinnunni á að vera lokið í síðasta lagi um miðjan desember.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að ekki hafi náðst samstaða um málið í bæjarráði, meirihlutinn hafi samþykkt samninginn en fulltrúi Sjálfstæðisflokksins hafi verið á móti. Samkvæmt samningnum geta allt að 550 klukkustundir farið í úttektina. Haraldur tekur 19.000 krónur á klukkustund fyrir vinnu sína auk virðisaukaskatts. Kostnaðurinn getur því farið upp í 13 milljónir, auk þess fær hann aksturskostnað endurgreiddan.

Fréttablaðið segir að útboðsskylda stofnist hjá sveitarfélögum þegar kostnaðurinn er 15,5 milljónir, án virðisaukaskatts, en sé kostnaðurinn undir þeirri upphæð beri sveitarfélögum engu síður að viðhafa samkeppni, til dæmis með því að spyrjast fyrir um verð hjá helstu aðilum sem veita þá þjónustu sem á að kaupa. Fréttablaðið hefur eftir Eggert Val Guðmundssyni, oddvita bæjarráðs, að hvorki hafi verið gerð verðkönnun eða tilboða leitað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Enga aðstoð að fá frá Fjölskylduhjálp í sumar: „Til þess þyrftum við meira fé“

Enga aðstoð að fá frá Fjölskylduhjálp í sumar: „Til þess þyrftum við meira fé“
Fréttir
Í gær

Atli Magnússon borinn til grafar í dag: Jón Ársæll – „Betri kennara hefði ég ekki getað kosið“

Atli Magnússon borinn til grafar í dag: Jón Ársæll – „Betri kennara hefði ég ekki getað kosið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dofri segir að stofna eigi karlaathvarf – „Ekkert ofbeldi er meira þaggað niður en ofbeldi kvenna gagnvart körlum“

Dofri segir að stofna eigi karlaathvarf – „Ekkert ofbeldi er meira þaggað niður en ofbeldi kvenna gagnvart körlum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla sögð nær því en nokkru sinni fyrr að leysa gátuna um hvarf Madeleine McCann

Lögregla sögð nær því en nokkru sinni fyrr að leysa gátuna um hvarf Madeleine McCann
Fréttir
Fyrir 3 dögum

627 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

627 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reyndi að tæla unga stúlku upp í bílinn: Laug því að móðir hennar væri slösuð

Reyndi að tæla unga stúlku upp í bílinn: Laug því að móðir hennar væri slösuð