fbpx
Sunnudagur 16.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Ákæruvaldið krefst þyngri refsingar yfir Vali

Auður Ösp
Mánudaginn 8. október 2018 17:52

Frá aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi. Mynd/Skjáskot úr fréttum RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákæruvaldið hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands yfir Vali Lýðssyni til Hæstaréttar. Frá þessu greinir RÚV. Valur hlaut á dögunum sjö ára fangelsi fyrir að hafa ráðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana, auk þess sem honum var gert að greiða börnum hans þrjár milljónir hvert í miskabætur.  Héraðssaksóknari fór hins vegar fram á að Valur yrði dæmdur til 16 ára fangelsisvistar.

Fram kemur á vef RÚV að áfrýjunarstefna hafi verið birt Vali Lýðssyni nú í dag.

Héraðsdómur Suðurlands taldi ekki sannað að það hefði vakið fyrir Val að ráða bróður sínum bana en fram kemur í niðurstöðu dómsins að honum hafi ekki verið ljóst að áverkarnir sem hann veitti bróður sínum myndu hafa banvænar afleiðingar.

DV ræddi á dögunum við Ellen Drífu, dóttur Ragnars Lýðssonar sem sagði að hún og systkini hennar væru gífurlega ósátt við niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands.

Fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um fjölskylduharmleikinn að Gýgarhóli II í Biskupstungum undanfarna mánuði. Ragnar Lýðsson fannst látinn að Gýgjarhóli II að morgni laugardagsins 31. mars síðastliðinn. Valur, og þriðji bróðirinn, Örn voru á bænum þegar hann lést en það var Valur  sem tilkynnti um andlátið til lögreglu. Hann var handtekinn á vettvangi ásamt Erni en Örn var síðnn látinn laus að lok skýrslutöku.

Sagðist ekkert mun sökum ölvunar

Lögregla greindi frá því að áverkar leiddu til dauða Ragnars samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu krufningar en við skýrslutöku sagðist Valur ekkert muna eftir atburðinum vegna ölvunar en neitaði að hafa banað bróður sínum af ásetningi.

Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að hafið sé „yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi veitt A heitnum þann eða þá áverka sem leiddu hann til dauða.“

„Ákærði bar öll merki þess að hafa lent í átökum, hann var með áverka og blóð úr hinum látna fannst á honum og ekkert er fram komið um að einhver annar en ákærði hefði getað átt þarna hlut að máli. Kemur þá til skoðunar hvort ásetningur hafi búið með ákærða um að ráða bróður sínum bana. Ekkert hefur fram komið í máli þessu sem bent gæti til þess að ákærði hafi beitt einhvers konar vopni eða áhaldi er hann veittist að bróður sínum, enda er ákæra ekki á því byggð. Sannað verður að telja í máli þessu að ákærði hafi slegið bróður sinn ítrekað með hnefa í höfuð og líkama og þá benda rannsóknargögn eindregið til þess að hann hafi annað hvort sparkað eða trampað á höfði hans og líkama.“

Á öðrum stað segir:

„Þá verður ekki fram hjá því litið að ölvunarástand hins látna átti að mati réttarmeinafræðings þátt í dauða hans. Á móti því kemur að stunga rifbeina í lifur hefði að öllum líkindum ein og sér getað valdið dauða hans hefði hann ekki fljótlega komist undir læknishendur. Þar sem enginn er til frásagnar um þau atvik sem leiddu til átaka milli þeirra bræðra er ekkert hægt að fullyrða um upptökin að þeim. Fyrir liggur í máli þessu að ákærði hefur átt það til að beita ofbeldi undir áhrifum áfengis og þá á ákærði sögu um óminni eftir neyslu áfengis.

„Sú háttsemi ákærða að slá eða sparka í höfuð bróður síns var að sönnu hættuleg en ekki verður talið að honum hafi verið ljóst að langlíklegast væri að afleiðingarnar yrðu þær að hann myndi lenda í bráðri andnauð vegna banvænnar innöndunar magainnihalds og láta lífið af þeim sökum. Þá verður heldur ekki talið að ákærða hafi mátt vera ljóst að langlíklegast væri að högg hans eða spörk í síðu hins látna myndu leiða til þess að rifbein styngjust í lifur hans með lífshættulegum afleiðingum. Þá ber þess að gæta að allan vafa í þessum efnum ber að skýra sakborningi í hag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Eirika segir móður sína vanrækta á Hrafnistu: „Systir mín hefur þurft að skipta um á blautu rúmi hjá mömmu“

Eirika segir móður sína vanrækta á Hrafnistu: „Systir mín hefur þurft að skipta um á blautu rúmi hjá mömmu“
Fréttir
Í gær

Þrír í haldi lögreglu: Umfangsmikil rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi

Þrír í haldi lögreglu: Umfangsmikil rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Missti stjórn á sér á lögreglustöðinni

Missti stjórn á sér á lögreglustöðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fangi íslenska kerfisins: Vill miklu frekar fara til Nepal en vera áfram á Íslandi – „Ég vil ekki vera hérna lengur, mig langar bara heim“

Fangi íslenska kerfisins: Vill miklu frekar fara til Nepal en vera áfram á Íslandi – „Ég vil ekki vera hérna lengur, mig langar bara heim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háskólinn segir ofsagt að Helgi hafi verið rekinn: „Endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir“

Háskólinn segir ofsagt að Helgi hafi verið rekinn: „Endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn telur Sigríði bera ábyrgð á uppsögninni: „Þetta er eiginlega alveg írónískt, næstum bara fyndið ef þetta væri ekki grátlegt“

Kristinn telur Sigríði bera ábyrgð á uppsögninni: „Þetta er eiginlega alveg írónískt, næstum bara fyndið ef þetta væri ekki grátlegt“