fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Kom til Íslands og skoðaði verð á leikföngum: „Ég velti fyrir mér hvernig foreldrar og börn hafa efni á þessu“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. október 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég velti fyrir mér hvernig börn og foreldrar þeirra hafa efni á þessu,“ segir Alex Yu, sem líklega er í hópi stærstu aðdáaenda Transformers á Íslandi. Alex heldur úti vinsælli YouTube-síðu, The Ragin Nation, þar sem hann fjallar um áhugamál sín, Transformers, Star Wars og fleira til.

Alex var staddur á Íslandi á dögunum, nánar tiltekið á Akureyri þar sem hann kíkti í verslun Toy’s R’us til að kanna úrval leikfanga í versluninni. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan var hann nokkuð sáttur við úrvalið þó verðið á leikföngunum hafi komið honum nokkuð á óvart.

Þar mátti til dæmis finna vinsæl Transformers-leikföng sem kostuðu í kringum tíu þúsund krónur. Þá skoðaði hann úrvalið af Lego-leikföngum og var nokkuð sáttur með það. „Þetta er brjálað verð,“ sagði hann þegar hann sá 120 þúsund króna Star Wars-geimskip. Um er að ræða safngrip og einn dýrasta Lego-pakkann sem hægt er að fá í dag.

Á undanförnum árum hefur umræða um verð á leikföngum reglulega skotið upp kollinum hér á landi. DV framkvæmdi árið 2016 til dæmis ítarlegan verðsamanburð á 20 vinsælum vörum í jafn mörgum verslunum á Íslandi. Þar á meðal voru leikföng, annars vegar úr TOYR ‘R’ US og hins vegar úr Hagkaupum.

Leiddu niðurstöðurnar í ljós að allt að tvöfaldur verðmunur var á vinsælum Lego og Playmobil-vörum milli Íslands, Noregs, Danmerkur og Bretlands. Voru vörurnar undantekningarlaust dýrastar á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Pálmi Gestsson, þú veist hvar ég bý renni þér blóðið til skyldunnar“

„Pálmi Gestsson, þú veist hvar ég bý renni þér blóðið til skyldunnar“
Fréttir
Í gær

Sakfelld fyrir að aðstoða við tölvuglæp – „Framburður þeirra í hæsta máta ótrúverðugur“

Sakfelld fyrir að aðstoða við tölvuglæp – „Framburður þeirra í hæsta máta ótrúverðugur“