fbpx
Þriðjudagur 25.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Íslensk kona féll í „Viðskiptabaðs“-gildruna: „Ég skil ekki hvernig ég gat látið plata mig svona“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 5. október 2018 10:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Minnst einn Íslendingur hefur fallið í gildru falsfrétta sem kenndar eru við Viðskiptabaðið. Um er að ræða síðu sem heiti Heralded News sem lítur út fyrir að vera vefur Viðskiptablaðsins og birtir þar falskar fréttir sem eiga að fá Íslendinga til að skrá sig sem Bitcoin-kaupendur. Fréttirnar, sem eru margvíslegar og hafa fram til þessa innihaldið myndir af þekktum Íslendingum á borð við Björgólf Guðmundsson, Rúnar Frey Gíslason og Jón Ásgeir Jóhannesson ásamt Einari Þorsteinssyni í Kastljósinu. Hefur Einar sagt að hann sé „alveg bit“ að vera notaður á þennan hátt. Þessum fréttum var svo dreift á Facebook-síður Íslendinga.

Sjá einnig: Björgólfur Guðmundsson, Einar Þorsteinsson og Viðskiptablaðið fórnarlömb falsfrétta um ágæti Bitcoin

Svona birtist ein af falsfréttunum á Facebook

Íslensk kona um þrítugt, sem vildi alls ekki koma fram undir nafni, segir í samtali við DV að hún hafi fallið í gildruna. Hún hafi ekki haldið að hún yrði jafn rík á einni nóttu og fréttin lofaði en það væru hugsanlega gróðamöguleikar þarna á ferð. Eftir að hún lét síðuna fá nafn sitt og símanúmer var hún beðin um að afhenda kortaupplýsingarnar sínar. „Þá leist mér ekki lengur á blikuna, þeir vildu að ég keypti Bitcoin og lofuðu að ég fengi upphæðina margfalt til baka, þá hætti ég við,“ segir konan.

Hún var búin að láta aðilana fá símanúmerið og fór hún þá fá ítrekuð símtöl úr erlendu númeri. „Ég vaknaði kl. 8 og var þá strax með sex ósvöruð símtöl. Ég vildi ekki svara, ég vildi helst bara gleyma þessu.“

Þóttust ekkert vita

Númerið sem var hringt úr er svissneskt og er ekki skráð í símaskrá í landinu. Þegar blaðamaður DV hringdi í númerið var svarað hjá einhverju sem kallar sig Trade Capital. Sá sem svaraði í símann kannaðist ekki við selja Íslendingum Bitcoin eða aðra rafmynt og vildi ekki ræða samband Trade Capital við Heralded News. Vildi viðkomandi lítið gefa upp hvernig fyrirtæki Trade Capital er, en sagði það vera í Zurich. Átti blaðamaður að fá símtal innan skamms frá sölumanni, það símtal kom ekki.

Víða er varað við fyrirtæki sem kallar sig Trade Capital, á vef Forex kemur fram að höfuðstöðvar Trade Capital er hótelherbergi í Genf. Vefsíðan þeirra er svo skráð á Lozareo Group, félag með höfuðstöðvar í kráarhverfi Edinborgar, 151 fyrirtæki er skráð í sömu byggingu. Eigandi Trade Capital heitir Zafar Mavlyanov og kemur frá Úsbekistan.

Glatað fé

Samkvæmt vef ScamChargeBack eru fyrirtæki á borð við Trade Capital ekki raun að selja rafmynt heldur biðja þau um fjárfestingu og lofa fórnarlömbum sínum háum fjárhæðum síðar. Það fé skilar sér aldrei og fyrirtækin hætta að svara tölvupósti og loka símanúmerinu sínu. Vefsíða Viðskiptabaðsins var virk í gær en nú er búið að breyta hlekknum og fjarlægja allt sem viðkemur Bitcoin og loforðum um ríkidæmi. En síðan hefur sprottið upp á öðrum vefslóðum.

Konan varar aðra við að falla í sömu gildru. „Ég var bara að fletta á Facebook og sá íslenska frétt sem lofaði að ég yrði rík. Ég skil ekki hvernig ég gat látið plata mig svona en sem betur fer tapaði ég engu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Enga aðstoð að fá frá Fjölskylduhjálp í sumar: „Til þess þyrftum við meira fé“

Enga aðstoð að fá frá Fjölskylduhjálp í sumar: „Til þess þyrftum við meira fé“
Fréttir
Í gær

Atli Magnússon borinn til grafar í dag: Jón Ársæll – „Betri kennara hefði ég ekki getað kosið“

Atli Magnússon borinn til grafar í dag: Jón Ársæll – „Betri kennara hefði ég ekki getað kosið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dofri segir að stofna eigi karlaathvarf – „Ekkert ofbeldi er meira þaggað niður en ofbeldi kvenna gagnvart körlum“

Dofri segir að stofna eigi karlaathvarf – „Ekkert ofbeldi er meira þaggað niður en ofbeldi kvenna gagnvart körlum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla sögð nær því en nokkru sinni fyrr að leysa gátuna um hvarf Madeleine McCann

Lögregla sögð nær því en nokkru sinni fyrr að leysa gátuna um hvarf Madeleine McCann
Fréttir
Fyrir 3 dögum

627 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

627 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reyndi að tæla unga stúlku upp í bílinn: Laug því að móðir hennar væri slösuð

Reyndi að tæla unga stúlku upp í bílinn: Laug því að móðir hennar væri slösuð