fbpx
Þriðjudagur 25.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Heimilisofbeldi í Reykjanesbæ: Hélt fyrrverandi eiginkonunni upp við sjóðandi heitan ofn – Heyrði þegar skinnið sprakk

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. október 2018 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa, þann 20. desember 2015, ráðist á fyrrverandi eiginkonu sína á sameiginlegu heimili þeirra í Reykjanesbæ.

Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi tekið um handleggi hennar, haldið höndum hennar og ýtt henni upp að sjóðandi heitum ofni. Afleiðingarnar urðu þær að konan hlaut 2. stigs brunasár og mögulega að einhverju leyti 3. stigs bruna á hægri upphandlegg.

Rifust um gamalt fjölskyldumál

Konan lagði fram kæru tæpu ári síðar, eða í október 2016, og sagðist hún hafa þurft að leita sér læknisaðstoðar vegna áverka sinna. Viku eftir að kæra var lögð fram tók lögreglan skýrslu af konunni þar sem hún útskýrði atburðarásina betur.

„Sagði brotaþoli að atvik þessa máls hefðu átt sér stað að morgni 20. desember 2015, en hún og fyrrum eiginmaður hennar, ákærði, hefðu verið að drekka kvöldið áður. Hafi hún setið við tölvu á eldhúsborðinu, en borðið hafi staðið við miðstöðvarofn á vegg. Hafi þau verið að rífast um gamalt fjölskyldumál þegar ákærði hafi gengið henni, en hún þá sagt ákærða að hún myndi kýla hann ef hann kæmi nálægt henni. Ákærði hafi þá ýtt í vinstri hlið hennar þannig að hægri upphandleggur hennar fór utan í ofninn og ofnkranann. Hafi ákærði haldið henni þannig að hún gat ekki hreyft sig, en ofninn hafi verið mjög heitur. Kvaðst brotaþoli hafa heyrt þegar skinnið sprakk og hún fundið mikla sviðaverki. Þegar ákærði sleppti henni kvaðst brotaþoli hafa grýtt tölvuskjánum í gólfið og farið inn á baðherbergið þar sem hún sá brunasárið. Að því loknu sagðist brotaþoli hafa hringt í dóttur sína sem fór með henni á spítalann þar sem gert var að sárum hennar. Eftir þetta og allt fram í mars hafi hún þurft að hitta hjúkrunarfræðing vegna meðferðar á sárinu.“

Fannst hann hafa eyðilagt handlegginn

Maðurinn og konan voru skilin að lögum þegar atvikið átti sér stað en bjuggu þó saman. Um ástæður þess að svo langur tími leið áður en hún kærði sagðist konan hafa verið frosin og kvalin og á verkjalyfjum. Þá bætti hún við að hún þyrfti að fela sárið og gæti ekki farið í hvaða föt sem væri. Fannst henni að maðurinn hefði eyðilagt á henni handlegginn og því ákveðið að leggja fram kæru.

Í yfirheyrslum hjá lögreglu sagðist maðurinn hafa verið að verjast árás konunnar. Hún hafi ítrekað ráðist á hann og hann aðeins haldið höndum hennar föstum og keyrt hana niður í stól. Konan hafi farið utan í ofninn sem hann hafi ekki vitað um. Hann hafi ekki ætlað að brenna hana og tók fram að hann væri ekki geðveikur. Fyrir dómi sagðist konan ekki telja að maðurinn hafi ætlað að ýta henni á ofninn. Þá kom fram í máli hennar að maðurinn hefði aldrei áður í þeirra sambandi lagt hendur á hana.

Fær 400 þúsund í bætur

Í niðurstöðu dómsins kemur fram að læknisvottorð, ljósmyndir af áverkum konunnar og trúverðugur framburður hennar hafi verið lagðir til grundvallar sem sönnun fyrir því að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst var í ákæru.

„Brotaþoli sagði fyrir dómi að hún teldi að ákærði hafi ekki haft ásetning til þess að ýta henni að heitum ofninum eða ofnkrananum. Þótt ósannað sé að ákærði hafi vitað að ofninn væri jafn heitur og raunin var, breytir það þó engu um þá staðreynd að ákærði réðst með ofbeldi að brotaþola í umrætt sinn, ýtti henni niður í stól og hélt henni fastri um stund við ofninn, þannig að hún hlaut töluvert líkamstjón af.“

Konan krafðist einnar milljónar króna í miskabætur en maðurinn var dæmdur til að greiða henni 400 þúsund krónur, auk 250 þúsund króna málskostnaðar. Þá var honum gert að greiða 778 þúsund krónur í sakarkostnað. Átján mánaða fangelsisdómurinn yfir manninum er skilorðsbundinn til tveggja ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Enga aðstoð að fá frá Fjölskylduhjálp í sumar: „Til þess þyrftum við meira fé“

Enga aðstoð að fá frá Fjölskylduhjálp í sumar: „Til þess þyrftum við meira fé“
Fréttir
Í gær

Atli Magnússon borinn til grafar í dag: Jón Ársæll – „Betri kennara hefði ég ekki getað kosið“

Atli Magnússon borinn til grafar í dag: Jón Ársæll – „Betri kennara hefði ég ekki getað kosið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dofri segir að stofna eigi karlaathvarf – „Ekkert ofbeldi er meira þaggað niður en ofbeldi kvenna gagnvart körlum“

Dofri segir að stofna eigi karlaathvarf – „Ekkert ofbeldi er meira þaggað niður en ofbeldi kvenna gagnvart körlum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla sögð nær því en nokkru sinni fyrr að leysa gátuna um hvarf Madeleine McCann

Lögregla sögð nær því en nokkru sinni fyrr að leysa gátuna um hvarf Madeleine McCann
Fréttir
Fyrir 3 dögum

627 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

627 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reyndi að tæla unga stúlku upp í bílinn: Laug því að móðir hennar væri slösuð

Reyndi að tæla unga stúlku upp í bílinn: Laug því að móðir hennar væri slösuð