fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Fréttir

30 starfsmenn Coca Cola á leið á árshátíð mættu einu ári of snemma í flugið – „Þetta er bara endalaust klúður“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 4. október 2018 10:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 30 starfsmenn Coca Cola European Partners á leið í árshátíðarferð fyrirtækisins til Berlínar sitja nú í anddyri flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og bíða eftir því að komast í ferðina. Rúmlega 30 manns mættu í flugstöðina klukkan 4 í morgun. Kom þá í ljós að mistök voru gerð við bókunina og ferðin bókuð þann 4. október 2019 en ekki í dag.

Jóhannes er einn starfsmannanna sem bíður nú á Joe & The Juice í anddyri flugstöðvarinnar. Hann segir í samtali við DV að það hafi kvarnast nokkuð úr hópnum frá því í morgun. „Við vorum rúmlega 30 sem mættum í morgun, það hafa margir farið heim og ætla að bíða eftir flugi síðar, sumir eru hættir við að fara,“ segir Jóhannes. Rúmlega 30 manns fóru í gær og annar hópur fer svo á morgun.

Hann segir stemninguna í hópnum mjög slæma og er ekki sáttur við viðbrögðin. „Þetta er bara endalaust klúður. Það voru 14 sæti laus í vélina í morgun en við fengum ekki þau sæti því að tölvan sagði nei. Það hafa farið fullt af flugum í morgun sem við hefðum getað farið með. Það var Flugleiðavél sem fór í morgun en það var á Saga Class þannig að þeir tímdu ekki að borga það,“ segir Jóhannes. „Það er bara vísað á einhvern annan og beðið að einhver skrifstofa opni, á meðan kemur enginn og talar við okkur, það mætti alveg koma og gefa okkur eitthvað að drekka. Þetta er algjörlega til skammar.“

Með WOW á hinni línunni

Ferðin var bókuð í gegnum ferðaskrifstofuna Tripical, segir Jóhannes að farþegarnar hafi fengið þær skýringar að mistökin hafi verið gerð hjá WOW Air. Það var þungt hljóð á skrifstofu Tripical þegar DV hafði samband. „Ég er bara að skoða hvernig þetta gat gerst, ég er með WOW á hinni línunni. Við bókum bara í gengum WOW, við getum ekki bókað ferðir á næsta ári,“ sagði starfsmaður Tripical.

Hafið þið rætt við farþegana?

„Já já, það eru tveir fararstjórar þarna með þeim.“

Hópferðadeild WOW vildi ekki gefa neinar upplýsingar um málið, hvernig það væri tilkomið eða hvort búið væri að ræða við farþegana. Var vísað á upplýsingafulltrúa WOW.

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir í samtali við DV að um hafi verið að ræða mannleg mistök hjá báðum aðilum, Tripical og WOW Air. Farþegarnir fá flug til Berlínar í fyrramálið. Varðandi hvort það sé búið að ræða við farþegana sé það á höndum Tripical sem muni upplýsa um fyrirkomulagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Að „passa“ saman
Fréttir
Í gær

Grunur um smit á Hrafnistu – „Betra að gera of mikið en of lítið“

Grunur um smit á Hrafnistu – „Betra að gera of mikið en of lítið“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segist hafa sérstakar áhyggjur af ákveðnum hópi þetta árið

Vilhjálmur segist hafa sérstakar áhyggjur af ákveðnum hópi þetta árið
Fréttir
Í gær

Handtekinn með hátalarabox á hjóli – Barði rúður á veitingastað og grunaður um hótanir

Handtekinn með hátalarabox á hjóli – Barði rúður á veitingastað og grunaður um hótanir
Fréttir
Í gær

Tveir sterkir skjálftar fyrir norðan – 4,6 og 3,7

Tveir sterkir skjálftar fyrir norðan – 4,6 og 3,7
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líklegt að samkomutakmarkanir verði hertar

Líklegt að samkomutakmarkanir verði hertar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Ingi skammar Íslendinga – „Þetta er dauðans alvara“

Björn Ingi skammar Íslendinga – „Þetta er dauðans alvara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Virk smit kominn yfir hundrað – 17 greindust á síðasta sólarhring

Virk smit kominn yfir hundrað – 17 greindust á síðasta sólarhring
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banaslys í Reyðarfirði

Banaslys í Reyðarfirði