fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hátt í 30 konur saka Jóhannes um kynferðisbrot – Konráð: Vissi af þremur sem höfðu lent í einhverju misjöfnu

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 31. október 2018 12:48

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson og Alma Möller. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konurnar sem saka Jóhannes Tryggva Sveinbjörnsson meðhöndlara um kynferðisbrot eru orðnar tæplega þrjátíu. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag. Fjallað var ítarlega um málið í síðasta helgarblaði DV. Konurnar saka Jóhannes um að hafa brotið á sér kynferðislega eftir að hafa leitað til hans sem meðhöndlara, en fyrirtæki hans Postura sérhæfir sig í að lagfæra verki í stoðkerfi og til að laga líkamsstöðu fólks. Það skal tekið fram að Jóhannes er ekki hnykkjari eða sjúkranuddari, öll fagfélög hér á landi eru búin að sverja hann af sér.

Jóhannes er vinsæll bæði hjá almenningi sem og afreksfólki. Margir bera honum vel söguna og hafa komið því á framfæri við DV að samskipti sín við Jóhannes hafi verið á þeim nótum að erfitt sé að trúa ásökunum kvennanna.

Sjá einnig: Yfir 20 konur saka Jóhannes um kynferðisbrot

Í umfjöllun DV frá því fyrir helgi kom fram að konurnar væru yfir 20 talsins, sagði Sigrún Jóhannsdóttir réttargæslumaður kvennanna að þær væru líklega fleiri og að fjöldinn væri það mikill að hún væri ekki með tölu á því hversu margar væru búnar að fara í skýrslutöku til lögreglu. DV hefur ekki náð í Sigrúnu í dag en eins og áður segir greinir Fréttablaðið frá því að konurnar séu nú tæplega 30.

Haraldur Magnússon, formaður Osteópatafélags Íslands, sagði í samtali við DV að allir í bransanum hefðu heyrt um Jóhannes, það hafi vegar ekki verið hægt að stöðva Jóhannes þar sem hann tilheyri ekki í löggildri heilbrigðisstétt sem heyri undir Embætti landlæknis.

Alma D. Möller landlæknir segir í samtali við Fréttablaðið í dag að þörf sé á að endurskoða lagaumhverfi heilsutengdrar starfsemi sem heyri ekki undir embættið. „Heilsutengd starfsemi aðila utan þess sem tilheyrir landlækni getur falið í sér hættur sem geta verið lúmskar og ófyrirséðar, andlegar og líkamlegar. Hættur geta falist í sjálfri þjónustunni en einnig geta tafir og truflun á réttri greiningu og/eða meðferð, stefnt einstaklingum í hættu,“ segir Alma. „Brýnt er að almenningur sé vakandi fyrir slíku.“

Konráð: Vissi af þremur sem höfðu lent í einhverju misjöfnu

Aldrei hefur eins stórt mál sem inniheldur jafn alvarlegar ásakanir komið upp í þessum geira fyrr. Samkvæmt heimildum DV hefur Jóhannes í þrígang verið kærður áður og sakaður um kynferðisbrot, þau mál voru öll látin niður falla. Björn Leifsson, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar World Class, sagði að Jóhannes hafi starfað þar fyrir nokkrum árum en látinn fara eftir viku. Rætt var við Konráð Val Gíslason einkaþjálfara sem sagði: „Þetta kom upp þegar ung stúlka, um 16-17 ára, var í meðferð hjá honum þegar hann starfaði hjá World Class. Eftir meðferðina sagði hún kærasta sínum frá sem hringdi hingað inn og kvartaði yfir manninum,“ sagði Konráð við Fréttablaðið. „Ég vissi af þremur konum í þjálfun hjá mér sem höfðu farið til hans og lent í einhverju misjöfnu.“

Ekki hefur náðst í Jóhannes þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, heimildir DV herma að hann vilji ræða málið í gengum lögmann. Steinbergur Finnbogason, lögmaður Jóhannesar, sagði í samtali við DV í síðustu viku að skjólstæðingur sinn hafi komið af fjöllum þegar hann frétti af ásökunum. Sagði hann að Sigrún væri að safna liði gegn skjólstæðingi sínum, því hafnaði Sigrún alfarið.

Steinbergur sagði að um sé að ræða dæmigert mál sem snýst um að skjóta fyrst og spyrja svo. „Rétturinn til þess að teljast saklaus þar til sekt er sönnuð er einfaldlega orðinn að engu í samfélagi netvæddra samskipta þar sem einstaklingurinn er í raun sjálfstæður fjölmiðill og hefð hefur myndast fyrir því að í lagi sé að láta nánast hvað sem er flakka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Fréttir
Í gær

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar