fbpx
Miðvikudagur 19.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Töffarinn Dagfinnur

Fréttir

Andri miður sín: „Erfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka í viðskiptum í 25 ár“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. október 2018 09:57

Andri Már var aðaleigandi Primera Air.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er nú sú erfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka í viðskiptum í 25 ár, og mjög sár,“ segir Andri Már Ingólfsson, eigandi flugfélagsins Primera Air, sem hætti rekstri í vikunni og óskaði eftir greiðslustöðvun. Þetta segir Andri í samtali við Morgunblaðið í dag.

Primera Air hafði starfað í fjórtán ár og segir Andri að niðurstaðan sé mikil vonbrigði, ekki síst fyrir starfsfólk félagsins. Hann segir að á mánudag hafi orðið ljóst í hvað stefndi. Hann rekur ástæðurnar fyrir því að svona fór og segir að horfur á flugmarkaði hafi farið versnandi undanfarna mánuði, olíuverð hafi hækkað mikið en á sama tíma hafi verðlækkun á markaði orðið hraðari en menn gerðu ráð fyrir.

Þá segir Andri að félagið hafi þurft á brúarfjármögnun að halda í vetur og langtímafjármögnun. Félagið hafi reynt að styrkja stöðu sína með skuldabréfaútboði upp á 40 milljónir evra og þá hafi staðið yfir viðræður við kjölfestufjárfesti. Þetta dugði þó ekki til og segir Andri að ef félagið hefði haldið áfram rekstri myndi það hafa enn alvarlegri afleiðingar en að hætta rekstri.

„Ef við hefðum átt að halda sjó í gegnum þetta næstu tvö árin hefði þurft gríðarlega djúpa vasa. Ég taldi það ekki forsvaranlegt.“

Þá segir hann að gjaldþrotið hafi ekki neikvæð áhrif á Primera Travel Group. Tekist hefði að finna flug fyrir alla sem keypt höfðu ferðir hjá Primera Travel Group og sömu sögu sé að segja af Heimsferðum á Íslandi sem fékk Travel Service til að fljúga fyrir sig í vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Náttúruspjöllin á Helgafelli tilkynnt til lögreglu: „Vinsamlegast slepptu því að rita nafnið þitt“

Náttúruspjöllin á Helgafelli tilkynnt til lögreglu: „Vinsamlegast slepptu því að rita nafnið þitt“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gísli á von á moskítóflugum til landsins – Þrjár tegundir kakkalakka landlægar á Íslandi

Gísli á von á moskítóflugum til landsins – Þrjár tegundir kakkalakka landlægar á Íslandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðrún sendi son sinn í burtu á aðfangadag: „Við grétum en reyndum að vera sterk. Elsku sonur minn hvíldu í friði“

Guðrún sendi son sinn í burtu á aðfangadag: „Við grétum en reyndum að vera sterk. Elsku sonur minn hvíldu í friði“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tara ósátt við dóminn yfir Hildi – Dómurinn aðför að tjáningar- og kvenfrelsi

Tara ósátt við dóminn yfir Hildi – Dómurinn aðför að tjáningar- og kvenfrelsi
Fréttir
Í gær

Rándýr umferðarlagabrot ferðamanna: Þrír þurftu að borga yfir 150 þúsund krónur

Rándýr umferðarlagabrot ferðamanna: Þrír þurftu að borga yfir 150 þúsund krónur
Fréttir
Í gær

Friðriki blöskrar spillingin á Íslandi og telur sig vita ástæðuna: „Ég varð hreinlega brjálaður“

Friðriki blöskrar spillingin á Íslandi og telur sig vita ástæðuna: „Ég varð hreinlega brjálaður“