fbpx
Laugardagur 23.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Töluverð fækkun hælisumsókna miðað við síðasta ár

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. október 2018 05:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá áramótum hafa 533 sótt um hæli hér á landi sem er töluverð fækkun miðað við sama tíma í fyrra en þá sóttu 885 um hæli. Flestir hælisleitendanna eru frá Írak eða 89. Næst koma Albanar eða 70 talsins. 33 Afganar sóttu um hæli og 32 Pakistanar. 31 er frá Sýrlandi og 26 frá Georgíu og Sómalíu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að samkvæmt gögnum frá Útlendingastofnun séu flestir umsækjandanna fullorðnir karlmenn. 10 fylgdarlaus börn hafa sótt um hæli, átta drengir og tvær stúlkur. Sex drengjanna eru frá Afganistan, einn frá Albaníu og einn frá Sómalíu. Stúlkurnar eru frá Pakistan og Sómalíu.

Hælisleitendurnir eru frá 59 ríkjum. Þar á meðal eru Egyptaland, Marokkó, Rússland, Indland, Pólland, Bandaríkin, Kanada og Þýskaland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?