fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Stal fjórtán kartonum af sígarettum í fríhöfninni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. október 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur karlmaður var á föstudaginn síðastliðinn staðinn að því að stela fjórtán kartonum af sígarettum úr fríhafnarverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að maðurinn hafi keypt sér flugmiða til London. Maðurinn fór hins vegar aldrei út úr flugstöðinni heldur lét greipar sópa í fríhöfninni og ætlaði síðan að yfirgefa hana.

Í skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum játaði hann að hann hefði aldrei ætlað að fara um borð í flugvélina heldur komast inn í flugstöðina til að stela sígarettukartonum úr fríhöfninni á 2. hæð.

Maðurinn var vistaður í fangageymslu og tekin ákvörðun um að setja hann síðan í tilkynningarskyldu til 14. desember. Skal hann tilkynna sig til lögreglu þrisvar í viku hverri á umræddu tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þessi spurning leiddi til handtöku eiginmannsins, 38 árum eftir að hún hvarf

Þessi spurning leiddi til handtöku eiginmannsins, 38 árum eftir að hún hvarf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur orðlaus: Vörur fyrirtækisins verði sniðgengnar – „Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum“

Vilhjálmur orðlaus: Vörur fyrirtækisins verði sniðgengnar – „Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum“
Fyrir 3 dögum

Sleppa við ábyrgð

Sleppa við ábyrgð
Fyrir 3 dögum

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kolbeinn hvetur foreldra til að senda börn sín í sveit: „Honum fannst ég alger aumingi fyrst“

Kolbeinn hvetur foreldra til að senda börn sín í sveit: „Honum fannst ég alger aumingi fyrst“
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Björn Óli Hauksson lætur af störfum sem forstjóri Isavia

Björn Óli Hauksson lætur af störfum sem forstjóri Isavia