fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Sonur Jóns Páls opnar sig um steraneysluna: „Ég var ekki orðinn þrítugur og ég fann að kynhvöt og kyngeta kom ekkert til baka“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 23. október 2018 16:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hugsaði með mér: „Er þetta bara orðið svona það sem eftir er, af því að ég var að fikta í þessu?,“ segir Sigmar Freyr Jónsson, sonur Jóns Páls Sigmarssonar heitins. Sigmar Freyr misnotaði stera árum saman og átti það eftir að hafa miklar afleiðingar á einkalíf hans.

Sigmar Freyr. Ljósmynd/Skjáskot af vef RÚV.

Þetta kemur fram í fréttaskýringaþættinum Kveikur sem sýndur verður á RÚV í kvöld en umfjöllunarefni þáttarins er vaxandi steranotkun á meðal ungra karlmanna hér á landi. Meðal þess sem fram kemur er að ávísanir á steralyf eru helmingi algengari á Íslandi heldur en annars staðar á Norðurlöndum.

Líkt og fyrr segir er Sigmar Freyr sonur eins ástælasta kraftajötuns Íslandsögunnar, Jóns Páls Sigmarssonar. Steralyfjanotkun Jóns Páls var mörgum kunn.

Jón Páll Sigmarsson. Ljósmynd/Youtube

Sölvi Tryggvason skráði sögu hans í bók sem kom út árið 2013 en þar kemur meðal annars fram að Jón Páll leitaði til vina sinna á sínum tíma þar sem hann ræddi stera­notk­un sína og þær slæmu afleiðingar sem það hafði á heilsu hans. Hann lést af völdum hjartaáfalls árið 1993 en Sigmar Freyr var þá 10 ára gamall.

„Ég hugsaði fyrst í byrjun, þegar þetta var að byrja að virka: „Já, svo það er svona sem það er að vera karlmaður. Það var rosalega skemmtilegt fyrst, fannst mér. Maður var fullur af sjálfstrausti og kynorku,“ segir Sigmar Freyr í viðtali við Kveik.

„Maður var að nota mismunandi tegundir og var ekki alveg búin að fræðast  um allar tegundir. Það var kanski eitthvað sem gerði mann alveg getulausan inn á milli og maður skildi ekkert hvað var í gangi.“

„Ég man að ég hætti að nota stera í heilt ár og hafði smá áhyggjur. Ég var ekki orðinn þrítugur og ég fann að kynhvöt og kyngeta kom ekkert til baka á heilu ári.“

Kveikur er sýndur á RÚV klukkan 20.05 í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hörður Sigurgestsson er látinn

Hörður Sigurgestsson er látinn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aprílmánuður einn sá hlýjasti frá upphafi mælinga hér á landi

Aprílmánuður einn sá hlýjasti frá upphafi mælinga hér á landi