fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sjáðu hvað getur leynst í gæludýrum sem flutt eru inn til landsins

Auður Ösp
Þriðjudaginn 23. október 2018 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmörg dæmi eru um að sníkjudýr greinist í gæludýrum sem flutt eru inn til landsins, jafnvel þó svo að viðkomandi dýr hafi nýlega gengist undir bólusetningar og læknisskoðanir.

Samkvæmt reglugerð MAST skulu allir hundar og kettir sem heimilað hefur verið að flytja til landsins dvelja í einangrunarstöð í 4 vikur. Eftir að innflytjandi hefur fengið innflutningsleyfi skal hann sjálfur panta pláss fyrir dýrið í einangrunarstöð sem viðurkennd er af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.

Við heilbrigðisskoðun á síðustu 10 dögum fyrir innflutning má dýrið ekki sýna nein einkenni smitsjúkdóms. Hafi það einkenni eyrnamaurs skal það meðhöndlað gegn honum.

Meðfylgjandi ljósmyndir voru birtar á Facebooksíðu Einangrunarstöðvarinnar í Reykjanesbæ, en þar eru innfluttir hundar og kettir hafðir í sóttkví þar til þau mega hitta eigendur sína.

Fram kemur að starfsfólk fái reglulega fyrirspurnir frá einstaklingum um hvort það séu nokkuð að greinast sníkjudýr þar sem dýrin séu meðhöndluð rétt fyrir innkomu.

„En því miður er það oft þannig að þó dýrin séu meðhöndluð fyrir innkomur þá eru samt að greinast snýkjudýr við innkomu í hverju holli.

Hér er smá sýnishorn úr einu holli, en þessir félagar voru sprellifandi við innkomu, einnig greindust snýkjudýr í fleirri dýrum í sama holli.“

 

Ljósmynd/Facebooksíða Einangrunarstöðvarinnar í Reykjanesbæ
Ljósmynd/Facebooksíða Einangrunarstöðvarinnar í Reykjanesbæ
Ljósmynd/Facebooksíða Einangrunarstöðvarinnar í Reykjanesbæ
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Í gær

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“