fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Konan sem lést á Akureyri: Karlmaðurinn sem var handtekinn er grunaður um að hafa ekki hjálpað

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. október 2018 15:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna andláts ungrar konur á Akureyri er meðal annars grunaður um að hafa ekki komið henni til aðstoðar. Líkt og DV greindi frá fyrr í gær þá fannst ung kona látin í íbúð á Akureyri í fyrradag.

Samkvæmt frétt RÚV sem vitnar í gæsluvarðhaldsúrskurð í málinu þá liggur maðurinn undir rökstuddum grun um að hafa brotið gegn fyrstu og/eða fjórðu málsgrein 220. greinar hegningarlaga, með öðrum orðum að hann hafi ýmist ekki komið konunni til bjargað eða að hann hafi stofnað lífi hennar í hættu, meðal annars í ábátaskyni.

Í gæsluvarðhaldsúrskurði kemur enn fremur fram að maðurinn hafi ekki verið í ástandi til að ræða við lögreglu á sunnudaginn vegna lyfjaneyslu. Ekki er ljóst hvort fleiri hafi verið í íbúðinni þegar konan lést en yfirgnæfandi líkur eru sagðar á því að umræddur karlmaður hafi verið þar.

Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt