fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Gleymdu að setja lík í kæli þegar komið var með það til Reykjavíkur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. október 2018 08:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að morgni síðasta fimmtudags fannst karlmaður á fertugsaldri látinn á heimili sínu á Akureyri. Enginn réttarmeinafræðingur er starfandi á Akureyri og því þurfti að flytja líkið til Reykjavíkur til krufningar. Það var gert á föstudaginn og sá Flytjandi, dótturfyrirtæki Eimskips, um það. Þegar komið var með líkið til Reykjavíkur fórst fyrir að setja það í kæli og var það sett í geymslu sem er ekki kæld.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Ólafi William Hans, upplýsingafulltrúa Eimskips, að búið hafi verið um hinn látna á vandaðan hátt eins og gert er í tilfellum sem þessum. Kistunni var síðan komið fyrir í annarri plaskistu. Kistan var síðan sett í gám og ekið með hana suður til Reykjavíkur.

Þegar komið var með kistuna til Reykjavíkur aðfaranótt laugardags urðu þau mistök að hún var ekki sett í kæli heldur í geymsluskýli sem ekki er sérstaklega kælt. Þar stóð kistan þar til klukkan 10 næsta morgun en þá uppgötvuðust mistökin en kistan hafði þá verið í skýlinu í um átta klukkustundir.

Fréttablaðið segir að líkið hafi verið krufið í gær og sé niðurstaðan að líklega hafi hjartaáfall orðið manninum að bana. Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að sá fyrirvari hafi verið settur við skýrsluna að ekki væri hægt að fullyrða um dánarorsök þar sem farið var að sjást á líkinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þessi spurning leiddi til handtöku eiginmannsins, 38 árum eftir að hún hvarf

Þessi spurning leiddi til handtöku eiginmannsins, 38 árum eftir að hún hvarf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur orðlaus: Vörur fyrirtækisins verði sniðgengnar – „Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum“

Vilhjálmur orðlaus: Vörur fyrirtækisins verði sniðgengnar – „Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum“
Fyrir 3 dögum

Sleppa við ábyrgð

Sleppa við ábyrgð
Fyrir 3 dögum

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kolbeinn hvetur foreldra til að senda börn sín í sveit: „Honum fannst ég alger aumingi fyrst“

Kolbeinn hvetur foreldra til að senda börn sín í sveit: „Honum fannst ég alger aumingi fyrst“
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Björn Óli Hauksson lætur af störfum sem forstjóri Isavia

Björn Óli Hauksson lætur af störfum sem forstjóri Isavia