fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Fréttir

Viðar er maðurinn á bak við dularfulla skiltið í Mörkinni: „Það er þöggun hérna á landinu“

Hjálmar Friðriksson, Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 22. október 2018 15:06

Viðar Guðjohnsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa velt vöngum yfir nokkuð dularfullu skilti sem er við gatnamót Suðurlandsbrautar og Markarnnar. Lengst af stóð á skiltinu „Kjósum Davíð – Nei við Schengen“ en nú er búið að skipta um slagorð. Boðskapurinn er þó svipaður en þar stendur nú: „Áfram Trump – Lesið Moggann Reykjavíkurbréf“.

Eydís Blöndal, ljóðskáld og varaþingmaður VG, vekur athygli á skiltinu á Twitter. Hafþór Óli spyr hana hvort það sé búið að breyta skiltinu og því svarar Eydís: „Já. Nú veit ég ekkert hver afstaða mín til Schengen á að vera.“ Margir hafa spurt sig hver ber ábyrgð á þessu skilti og nú getur DV loksins upplýst það að grunur margra var réttur, hinn alræmdi hægrimaður Viðar Guðjohnsen ber ábyrgð á skiltinu.

Viðar Guðjohnsen er maðurinn á bak við skiltið en hann á heima í húsinu. Viðar, sem gaf kost á sér sem borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í vor eins og frægt er orðið, segir í samtali við DV að tilgangurinn með skiltinu sé augljós:

„Það er þöggun hérna á landinu og ofbeldisfemínisminn er kominn út í mafíustarfsemi. Það má ekkert segja gegn hælisleitendum og það má enginn hafa skoðanir í pólitík, mér finnst hann hafa túlkað það ansi vel hann Trump.“

Viðar segir að Trump og Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins séu mótvægi við femínismann, sem sé í raun sósíalismi. Viðar segir það hollt fyrir alla að lesa Reykjavíkurbréf Davíð Oddsonar: „Hann er með svo mikla yfirsýn, það eru allt of fáir sem hlusta á hann.“

Viðar hefur sterkar skoðanir á samfélaginu sem hann útlistaði fyrir blaðamann DV: „Við sofnum hægt og rólega því við erum undirgefin sósíalisma og femínisma. Við þurfum að átta okkur á því að við getum ekki hlaupið eins og læmingjar út í sjó. Alþjóðavæðingin er drifin áfram að stórfyrirtækjunum sem vilja fá fleiri neytendur, þau vilja opna allt og helst ekki hafa neina ríkisstjórn til að þau geti ráðið öllu. Svo kosta þær svo mikið þessar stofnanir sem þessir sósíalistar og femínistar vilja, það gengur ekkert upp. Svo erum við að aumingjavæða þjóðfélagið til að stofnanir geti borið ábyrgð á því sem fólk getur lagað heima hjá sér, stofnanir eiga að bera ábyrgð á því sem fólk étur og það eina sem vinnandi fólk á að gera er að borga fyrir þetta allt saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þetta eru spurningarnar sem matsmennirnir þrír neita að svara

Þetta eru spurningarnar sem matsmennirnir þrír neita að svara
Fréttir
Í gær

Héngu á hvolfi í sjokki eftir bílslys á Búrfellsvegi – „Við erum báðar bara ennþá að meðtaka þetta“

Héngu á hvolfi í sjokki eftir bílslys á Búrfellsvegi – „Við erum báðar bara ennþá að meðtaka þetta“
Fréttir
Í gær

Segir mestar líkur á gosi nærri þeim stöðum þar sem mesta skjálftavirknin hefur verið

Segir mestar líkur á gosi nærri þeim stöðum þar sem mesta skjálftavirknin hefur verið
Fréttir
Í gær

Biskup Íslands fordæmir brottvísanir hælisleitenda

Biskup Íslands fordæmir brottvísanir hælisleitenda
Fréttir
Í gær

Líklegt að apabólan berist til Íslands – Þórólfur varar við skyndikynnum

Líklegt að apabólan berist til Íslands – Þórólfur varar við skyndikynnum
Fréttir
Í gær

Pólverjar og Úkraínumenn semja um sameiginlega landamæragæslu og fleira

Pólverjar og Úkraínumenn semja um sameiginlega landamæragæslu og fleira