fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Marcela vinnur í heimaþjónustu og stendur í eilífu veseni: „Það telst til undantekningar að launin mín séu rétt reiknuð“

Auður Ösp
Mánudaginn 22. október 2018 16:45

Marcela Soto. Ljósmynd/Fólkið í Eflingu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég þarf alltaf að fara í gegnum launaseðilinn minn gaumgæfilega og skoða hvort þau borgi mér rétt laun og nýti persónuafsláttinn minn rétt,“ segir Marcela Soto en hún starfar í heimaþjónustu hjá Reykjavíkurborg og kveðst ítrekað þurfa að standa í stappi við vinnuveitendur sína til að fá greidd rétt laun. Þegar hún hefur reynt að leita svara er henni vísað hingað og þangað í kerfinu.

Marcela er ein þeirra sem stíga fram með sögu sína í tengslum við átakið Fólkið í Eflingu en hægt er að lesa fleiri frásagnir hér.

Marciea kemur frá Mexíkó en  hefur verið búsett hér á landi í tvo áratugi. Eiginmaður hennar er hálf þýskur og eiga þau þrjú börn, 11 ára, 12 ára og 17 ára. Hún starfar sem fyrr segir í heimaþjónustunni í Furugerði auk þess sem hún baðar í Hvassaleiti og aðstoðar í eldhúsinu á Sléttuvegi.

„Heimaþjónustan er öðruvísi, ég er þar með innlit, hátta og gef meðölin. Samstarfskonur mínar urðu agndofa þegar ég missti það út úr mér að ég kyssti gamla fólkið á kinnina góða nótt. Það var eins og ég hefði gert eitthvað af mér. Ég skildi ekkert, ég hélt bara að þær gerðu það líka. En ég er glöð hérna ég held að ég hafi lent á góðum vinnustað, við erum stór hópur hérna sem vinnum mjög vel saman, ég get unnið með öllum hérna, sem ég held ekki að sé endilega sjálfgefið á svona stórum vinnustað. Það er hlýja á vinnustaðnum og ég gleymi eigin vandamálum um leið og ég kem í vinnuna og hitti félaga mína.

Fékk 50 þúsund krónur útborgaðar

Þrátt fyrir að Marcela ítreki það við eiginmann sinn að henni líði vel í vinnunni þá er hann engu að síður farinn að líta eftir öðru starfi fyrir hana.

„En það er erfitt fyrir hann að horfa upp á mig alltaf svona stressaða þegar líða fer að mánaðamótum, að fá launaseðilinn minn veldur mér svo miklum kvíða af því málið er að ég fæ sjaldnast rétt laun. Það telst til undantekningar að launin mín séu rétt reiknuð og þá þarf ég að hafa samband við launadeild reykjavíkurborgar og fá þau leiðrétt.

Ég var að breyta og fara úr því að vera á tímakaupi og fara í það að vera fastráðin, en þá fékk ég ekki greitt fyrir vinnuna í heimaþjónustunni, ég hringdi og spurði um kaupið mitt, mér var sagt að þau höfðu gleymt sér og ég fengi það sem upp á vantaði greitt um næstu mánaðamót, ég fékk semsagt bara borgað fyrir eldhúsvinnuna og baðþvottinn,“

segir Marcila en hún fékk þær skýringar að mannekla væri hjá launadeild borgarinnar.

„Í sumar tóku þau allt of of mikið af mér og mér var sagt að það væri skatturinn, ég fékk 50 þúsund krónur útborgað. Ég fór í skattinn og þeir sögðu mér að þetta væri launadeildin.

Þá viðurkenndi launadeildin mistökin og sagði mér að ég fengi þetta leiðrétt um næstu mánaðamót. En kreditkortið getur ekki beðið og vextirnir safnast upp. Ég þarf alltaf að fara yfir launaseðilinn minn, og ég fór líka í Eflingu og þar var maður sem skoðaði tímana og staðfesti að ég reiknaði rétt.

 Hún segir kvartanir sínar þurfa að fara í gegnum langar og furðulegar boðleiðir.

„Ég má ekki hringja sjálf, mitt símtal er ekki tekið, ég þarf alltaf að fara til míns yfirmanns og útskýra og hann verður að taka samtalið. Síðan verður hann að tilkynna mér hvað launadeildin sagði og svona heldur sagan áfram. Launadeildin hjá borginni vill bara tala við yfirmanninn minn.

Þetta tekur svo mikinn tíma, ég átti frí og ég veit ekki hvað ég talaði við yfirmanninn minn oft og skattinn til skiptis, sat út í móa í útilegu með tvo síma. Ég var með fólk hjá mér í heimsókn og allt í einu átti ég bara 50 þúsund krónur. Það er alltaf eitthvað rugl, í það skiptið kom í ljós að launadeildin hafði notað persónuafsláttinn minn vitlaust.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hörður Sigurgestsson er látinn

Hörður Sigurgestsson er látinn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aprílmánuður einn sá hlýjasti frá upphafi mælinga hér á landi

Aprílmánuður einn sá hlýjasti frá upphafi mælinga hér á landi