fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Kolbrún ósátt við kannabisumræðuna: „Lögleiðing er ekki rétta leiðin“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 22. október 2018 13:00

Borgarfulltrúarnir Kolbrún Baldursdóttir og Pawel Bartoszek. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir að það alls ekki að lögleiða kannabisefni og það sé vont mál að Pawel Bartoszek, áður þingmaður nú borgarfulltrúi Viðreisnar, hafi lagt fram frumvarp þess efnis á Alþingi. Fjallað var ítarlega um málið í Fréttablaðinu um helgina, þar var meðal annars rætt við Pawel um frumvarpið sem hefði heimilað framleiðslu, sölu og neyslu kannabisefna einstaklinga yfir 20 ára aldri. Sagði hann að með því að lögleiða áfengi á sínum tíma hefðu opnast dyr að reglusetningum: „Það eru til árangursríkar forvarnir, það er til dæmis hátt verð, aldursmörk, aðgengistakmarkanir. Ekkert af þessu stendur raunverulega til boða án þess að lög gildi um framleiðslu, sölu og neyslu.“

Kolbrún segir við Eyjuna að lögleiðing sé ekki leiðin: „Ég hef unnið sem sálfræðingur í 25 ár og unnið mikið með unglingum. Var lengi yfirsálfræðingur á Stuðlum. Lögleiðing er ekki rétta leiðin,“ segir Kolbrún og bætir við: „Allt sem gerir aðgengi að vörunni og sýnileika meiri mun bara auka vandann. Nú þegar þykir ákveðnum hópi unglinga, sem fer stækkandi, það ekki tiltökumál að reykja hass, þau horfa á þetta sem viðurkennt efni til að nota jafnvel daglega. Bara það að leggja þetta frumvarp fram hafði vond áhrif á þróun viðhorfs margra unglinga. Þau hafa einmitt verið að nota þetta, segja sem dæmi að bráðum verður þetta lögleitt og svo framvegis. Hins vegar á ekki að eltast við þá sem eru í neyslu heldur aðeins sölumenn og framleiðendur að mínu mati.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“