fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Einar um OR-málið: „Ennþá hefur enginn útskýrt fyrir henni fyrir hvað hún var rekin“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. október 2018 11:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrir sex vikum var kona rekin úr starfi hjá OR/ON sem er stærsta fyrirtækið í eigu í Reykjavíkurborgar. Framhaldið þekkja allir, konan steig fram og sagði frá kynbundnu áreiti og einelti sem hún hafði þurft að þola og lýsti 18 mánaða ítrekuðum tilraunum til að tilkynna það og fá réttlætanlega málsmeðferð hjá starfsmannastjóra og stjórnendum OR/ON,“ skrifar Einar Bárðarson í nýjum pistli um ON-málið.

Sjá einnig: Einar Bárðarson ósáttur við OR:Framtíð lítillar fjölskyldu sett í fullkomna óvissu

Bjarni Már Júlíusson var látinn fara sem framkvæmdastjóri Orku Náttúrunnar eftir að það var staðfest að hann hafði komið fram við konur á vinnustaðnum með óviðeigandi hætti, segir Einar að það sé öllum það ljóst að sú uppsögn tengdist athugasemdum konunnar. „Hann fékk veglegan starfslokasamning. Sá sem átti að taka við af honum var svo látinn fara daginn eftir úr því starfi en fékk þó að fara í meðferð vegna kynferðisbrota sem reyndar gerðust ekki í fyrirtækinu en er væntanlega á launum í þeirri meðferð. Annar hafði gerst brotlegur fyrir kynferðislega áreitni í húsinu fyrir örfáum árum og fékk að fara í meðferð og halda starfinu sínu. Forstjórinn sem stýrði þessu fyrir hönd meirihlutans í Reykjavíkurborgar fékk að fara heim í frí á fullum launum í tvo mánuði.“

Sjá einnig: Þetta er „dónalegi“ framkvæmdastjórinn sem Einar Bárðarson skrifaði um

Sjá einnig: Einar ósáttur:Konan rekin en dónalegi framkvæmdastjórinn sem sendir dónapósta sleppur

Forstjóri OR, Bjarni Bjarnason, hefur stigið tímabundið til hliðar vegna mála forstjórans og Helga Jónsdóttir tekið við starfi hans. Helga hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að hún ætli að ræða við Áslaugu um hennar mál, en ekki hefur enn orðið af því.

Einar segir að Áslaug hafi margoft á 18 mánaða tímabili tilkynnt um óviðeigandi framkomu, áreiti og eineltistilburði. Áslaugu hafi hins vegar verið sagt upp störfum og hún haldi ekki lögbundnum starfskjörum sínum í þrjá mánuði. Bráðum verði síminn sem hún hafði frá fyrirtækinu tekinn af henni.

Einar segir svo í pistlinum:

„Konan sem steig fram, þorði að hafa hátt og framkallaði þessa atburðarás er hinsvegar ennþá, 6 vikum seinna, jafn djöfull rekin og í upphafi. Það styttist í að uppsagnarfresti hennar ljúki.

  1. Ennþá hefur enginn útskýrt fyrir henni fyrir hvað hún var rekin. 
    2 Uppsögnin stendur 
    3. Enginn hefur þakkað henni fyrir að stíga fram og svipta hulunni af því hvernig málum var háttað innanhúss hjá OR/ON nema nánast allar konur sem hún hittir á förnum vegi en engin frá borginni.

„Mál konunnar“ er ennþá í RANNSÓKN HJÁ FRÆGASTA ENDURSKOÐANDA LANDSINS: Innri Endurskoðanda Reykjavíkurborgar.

Hugsum út í þetta á kvennafrídaginn þar sem við konur munu koma saman og fagna eftir 40 ára af söngnum „Ég þori, get og vil“

Framkoma formanns Borgarráðs, Borgarstjóra og alls meirihlutans gagnvart konunni er sorgleg. Þar má einnig telja til stjórnarformann OR sem notað hefur hvert tækifæri opinberlega til að hvítþvo gerendurna af þessum málum.

Nú er Þórdís Lóa bæði formaður Borgarráðs og starfandi Borgarstjóri. Hún er í algjörri lykilstöðu til að breyta þessari ömurlegu framkomu við konuna. Ég er viss um að henni getur ekki fundist í lagi að rudda karlmenn sem káfa og klæmast fái starfslokasamninga, launuð frí og tækifæri til að fara í meðferð en konur sem þora séu sendar í margra mánaða niðurlægjandi rannsóknir fyrir það eitt að þora ?

En þetta er nú samt staðan og maður spyr sig: Hvernig ætlar fólk sem leyfir svona framkomu að viðgangast í sínu skjóli að fagna Kvennafrídeginum ? Hvernig ætlar það fólk að taka þátt í MeToo umræðu þannig að eitthvað mark sé takandi á?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hörður Sigurgestsson er látinn

Hörður Sigurgestsson er látinn
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aprílmánuður einn sá hlýjasti frá upphafi mælinga hér á landi

Aprílmánuður einn sá hlýjasti frá upphafi mælinga hér á landi