fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Bíl ekið inn í verslun í Breiðholti

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 21. október 2018 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bifreið var ekið inn í verslun í Breiðholti um kl. 23 í gærkvöldi. Segir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að engan hafi sakað og að ökumaðurinn hafi látið sig hverfa. Þegar lögreglan hafði samband við eiganda bifreiðarinnar þá kom hann af fjöllum og hafði ekki áttað sig á því að bifreiðin hafði verið tekin ófrjálsri hendi.

Það var mikið að gera hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Síðdegis í gær var maður í annarlegu ástandi handtekinn á vínveitingastað í miðbænum eftir að hafa verið að meðhöndla hníf innandyra. Kl. 19 var ökumaður handtekinn fyrir að bakka á annan bíl, er hann grunaður um ölvun við akstur.

Um kl. 23 í gærkvöldi var tilkynnt um ölvaðan mann sem hafði veist að öryggisvörðum í verslun í miðbænum.  Hann var handtekinn og gistir fangageymlsur þar til hann verður hæfur til skýrslutöku.

Þegar klukkan var að verða 3 var ölvaður karlamaður handtekinn á skemmtistað í miðbænum eftir að hafa verið að angra og trufla dyraverði, sjúkraflutningsmenn og lögreglu sem voru að sinna öðru máli á staðnum. Hálftíma síðar var tilkynnt um umferðaróhapp í Vesturbænum og skömmu síðar var ölvaður ökumaður handtekinn skammt frá vettvangi grunaður um að hafa orðið valdur að óhappinu.

Einn ölvaður ökumaður bar stöðvaður í nótt í Vesturbæ, tveir í Kópavogi og tveir í Breiðholti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt