fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli missti framan af fingri

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. október 2018 15:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli sem var að loka millihurð í rana í gærdag varð fyrir því óhappi að klemma fingur milli hurðar og hurðarstafs með þeim afleiðingum að framhluti fingursins datt af.“

Þetta kemur fram í skeyti frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir að samstarfsfólk mannsins hafi komið honum strax til hjálpar, fingurstúfurinn var settur í glas með ísmolum, búið um hönd mannsins og hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

„Þá varð slys við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar rútubílstjóri fékk farangurshurð rútunnar í höfuðið. Hafði bílstjórinn verið að setja farangur í  rýmið þegar hurðin fauk niður og lenti á höfði hans. Viðkomandi var einnig fluttur á HSS og í báðum tilvikum gerði lögreglan á Suðurnesjum Vinnueftirlitinu viðvart.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala