fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Fréttir

Sjáðu viðbrögð „níðhópsins“ við grein Jóns Steinars: „Finnst hann samt drulluhali“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. október 2018 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsverðar umræður hafa átt sér stað í morgun innan lokaða Facebook-hópsins Karlar gera merkilega hluti eftir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, greindi frá því að hann hafi verið innan þess hóps kallaður öllum illum nöfnum. Viðbrögð kvennanna innan hópsins eru nokkuð fyrirsjáanleg, gert er grín að grein hans og hann kallaður „drulluhali“ eða „kríp“ eða „snúlla“, svo nokkuð sé nefnt.

Jón Steinar fjallaði í aðsendri grein í Morgunblaðið í morgun um ummæli sem látin hafa verið falla um hann í hópnum „Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. Þar nafngreinir hann einstaklinga sem hafa kallað hann „ógeð“, „kvikindi“ og „viðbjóður“ svo dæmi séu tekin.

Sjá einnig: Jón Steinar kallaður fáviti, ógeð og kvikindi á lokaðri síðu – Nafngreinir þá sem níða hann

Það er Hildur Lilliendahl, sem er einn stjórnenda hópsins,  sem stofnar til umræðunnar en hún deilir mynd af grein Jóns Steinars og skrifar: „Við erum frægar. Ég veit að það getur verið ákveðið áfall að finna nafnið sitt í Mogganum með þessum hætti en á móti kemur að það er dálítið gaman að hugsa til þess hvað karlar eiga erfitt með tilhugsunina um að við tökum okkur valdið til að gera það sem við viljum án þess að biðja þá um leyfi. Ég elska ykkur.“

Fjöldi athugasemda hafa nú þegar verið skrifaðar um þráðinn og má segja að flestar einkennist af kaldhæðni. „Hahaha kallanginn. Ef þetta er ekki bara meira krípí hja krípinu,“ skrifar Viktoría Júlía Laxdal, sérfræðingur á skrifstofu borgarstjórnar. Því svarar samstarfskona hennar, Hildur Lilliendahl: „Heldur betur. Þetta lýsir… ég veit eiginlega ekki hverju“ og bætir svo við: „Í fyrsta skipti frá stofnun hópsins er flóðbylgja af körlum að biðja um aðgang.“

Þuríður Ósk Gunnarsdóttir segir að Karlar gera merkilega hluti sé grínsíða. „Af hverju vill hann vita hvernig er talað um hann? Og af hverju veit hann ekki að þessi síða er grínsíða?“ Hún segir stuttu síðar í þræðinum að Jón Steinar sé drulludeli.

Laufey Ólafsdóttir gerir svo grín að fundarboði Jóns Steinars: „Opinn fundur um álit nokkurra kvenna á Jóni Steinari, stýrt af Jóni Steinari? Verður ekki örugglega gerður Facebook viðburður á þetta svo ég gleymi mér ekki?“ Sunna Björg að hann ætti að fyrirgefa. „Góð eru karlmannstárin í morgunsárið, mig var farið að þyrsta. Ætti karlanginn ekki frekar að fyrirgefa, svona eins og hann er að ætlast til af þolendum?“ Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar  segir svo: „Æh litla viðkvæma blómið“

Snæfríði Þorvaldsdóttur er þó ekki skemmt og skrifar: „Er þessi maður inni á þessari síðu? Er eitthvað hægt að bregðast við þegar fólk sækir um aðgang undir falsnafni eða hvað sem það gerir. Sorry engin kaldhæðni en ég er hrikalega brennd eftir leka frá öðrum hópum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

71 smit innanlands en ekkert á landamærum

71 smit innanlands en ekkert á landamærum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Ekið á hjólreiðamann
Fréttir
Í gær

Fleiri farþegar í hryllingsfluginu frá Krít stíga fram – Hóstandi útskriftarnemendur fóru fárveikir um borð – „Ég fékk bara innilokunarkennd og langaði að öskra“

Fleiri farþegar í hryllingsfluginu frá Krít stíga fram – Hóstandi útskriftarnemendur fóru fárveikir um borð – „Ég fékk bara innilokunarkennd og langaði að öskra“
Fréttir
Í gær

Vilja breyta sögufrægu húsi í klósett fyrir túrista af skemmtiferðaskipum

Vilja breyta sögufrægu húsi í klósett fyrir túrista af skemmtiferðaskipum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Að minnsta kosti 30 með Covid eftir útskriftarferð Flensborgar til Krítar – Gera ráð fyrir fjölgun smita – „Þetta var mikið fjör, helvíti mikið líf“

Að minnsta kosti 30 með Covid eftir útskriftarferð Flensborgar til Krítar – Gera ráð fyrir fjölgun smita – „Þetta var mikið fjör, helvíti mikið líf“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölva Reykjavíkurborgar segir nei við Múlalund: „Þetta viðhorf borgarinnar er einfaldlega sorglegt“

Tölva Reykjavíkurborgar segir nei við Múlalund: „Þetta viðhorf borgarinnar er einfaldlega sorglegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir dópaðir keyrðu niður ljósastaur í Mosó og vísuðu svo hvor á annan

Tveir dópaðir keyrðu niður ljósastaur í Mosó og vísuðu svo hvor á annan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Edda Falak birti myndband af slagsmálum og allt varð brjálað – „Ofsalega mikill tussuskapur í gangi“

Edda Falak birti myndband af slagsmálum og allt varð brjálað – „Ofsalega mikill tussuskapur í gangi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Örlagafundurinn dregst á langinn – Spáð 200 manna samkomutakmörkunum

Örlagafundurinn dregst á langinn – Spáð 200 manna samkomutakmörkunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kennaradrama í héraðsdómi – Var ósáttur við uppsögn og stefndi skólanum

Kennaradrama í héraðsdómi – Var ósáttur við uppsögn og stefndi skólanum