fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Vont veður í dag og enn verra á laugardag – Stormur og mikil rigning

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. október 2018 07:14

Mér finnst rigningin góð sagði einhver. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Alldjúp lægð er nú langt suðvestur af landinu en skilin frá henni ganga yfir í dag. Það er því allhvasst af suðaustri og vætusamt víðast hvar á landinu, en þurrt að mestu norðaustantil fram yfir hádegi. Það bætir heldur í úrkomuna sunnan og síðar suðaustantil þegar líður á daginn en þegar skilin ganga yfir undir kvöld snýst vindur í suðvestanátt með að því er virðist nokkuð öflugum skúradembum á vestanverðu landinu en mildu veðri fyrir austan. “

Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustan 10-18 metrum á sekúndu í dag og rigningu en mun hægari vindur verður norðaustantil á landinu fram að hádegi og yfirleitt þurrt. Eftir hádegi má gera ráð fyrir talsverðri rigningu sunnan- og síðar suðaustanlands en dálítilli vætu norðanlands. Vindur verður 8 til 15 metrar á sekúndu. Í kvöld og á morgun verða skúrir en það rofar til norðaustan og austanlands. Útlit er fyrir leiðinlegt veður á laugardag.

„Næsta lægð er væntanleg aðfaranótt laugardags, talsverður hitamunur er á skilum hlýja og kalda loftmassans suður af landinu og því útlit fyrir nokkuð djúpa lægð með stormi á landi og mikilli rigningu. Sunnudagur lítur betur út, en þó er áfram nokkuð vætusamt sunnan og vestantil.“

Veðurhorfur næstu daga:

Á föstudag:
Suðvestan 8-15 m/s og skúrir, en bjartviðri norðaustan- og austanlands. Hiti 3 til 8 stig. Snýst í allhvassa en skammvina suðaustanátt um kvöldið og fer að rigna sunnanlands.

Á laugardag:
Suðvestan hvassviðri eða stormur með rigningu, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á sunnudag:
Vestlæg átt og skúrir eða él, en léttskýjað austantil á landinu. Hiti 1 til 6 stig.

Á mánudag:
Áframhaldandi vestlæg átt. Rignign emð með suðurströndinni, en yfirleitt þurrt annars staðar á landinu og bjart norðaustantil. Kólnar smám saman, einkum norðantil.

Á þriðjudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt og þurrt veður, en stöku él nyrst á landinu. Hiti kringum frostmark, en 3 til 5 stig með ströndinni að deginum.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir vaxandi suðaustanátt með rigningu og heldur hlýnandi veðri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“
Fréttir
Í gær

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips