fbpx
Laugardagur 23.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Litaleikir Hannesar

Fréttir

Pétur Áskell stal veski af manni í hjólastól

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. október 2018 13:10

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Áskell Svavarsson hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir ýmsa glæpi en þar á meðal stal hann veski manns á hjólastól. Samkvæmt dómi þá geymdi maðurinn veski sitt undir setunni á hjólastól sínum en Pétur Áskell stal því og hljóp á brott.

Hann er auk þess dæmdur fyrir að hafa keyrt þrjú mismunandi skipti undir áhrifum lyfjakokteils. Sem dæmi um þau lyf sem mældust í blóði hans má nefna alprazólam, metýlfenídat, oxýkódon klórdíazepoxíð desmetýlklórdíazepoxíð, morfín og amfetamín.

Ofan á þetta var Pétur Áskell dæmdur fyrir að hafa stolið ýmsum vörum bæði úr búð og kyrrstæðum bílum. Hann stal háreyðingatæki, bolla og snyrtivörum, svo nokkuð sé nefnt. Síðan var hann dæmdur fyrir fjársvik en hann notaði kort konu í heimildarleysi í verslunum.

Pétur Áskell er fæddur árið 1980 og á að baki langan sakaferil. Hann var enn fremur á skilorði þegar hann framdi brotin. Dómari tekur sérstaklega fram að það sé honum til refsiþyngingar að hann hafi stolið veski manns í hjólastól.

Líkt og fyrr segir þá var hann dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi og er sviptur ökurétti í þrjú ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?