fbpx
Laugardagur 23.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Kýldi tönn úr öðrum manni og fær eins mánaðar skilorð

Auður Ösp
Fimmtudaginn 18. október 2018 17:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fimmtugsaldri, Bogdan Cybulski hlaut á dögunum eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Úrskurður féll í Héraðsdómi Reykjaness.

Fram kemur í ákæru að þann 6.október 2016 hafi Bogdan slegið annan karlmann hnefahöggi með hægri hendi í andlitið þar sem þeir voru staddir á ónefndum stað í Reykjanesbæ. Afleiðingarnar voru þær að maðurinn hlaut skurð á efri vör utanvert vinstra megin og vinstri framtönn losnaði.

Bogdan játaði sök fyrir dómi en krafðist þess jafnframt að bótakrafan yrði lækkuð. Fram kemur í dómi að samkvæmt sakavottorði hefur honum ekki áður verið gerð refsing.

Brotaþolinn krafðist þess að fá rúmlega 1,2 milljónir í miskabætur vegna árásarinnar. . Í bótakröfu kemur meðal annars fram að  gerð sé krafa um 500.000 króna miskabætur, 50.000 krónur vegna útlagðs kostnaðar og 500.000 krónur vegna áætlaðs tannlæknakostnaðar, auk kostnaðar vegna lögmannsaðstoðar. Samkvæmt kostnaðaráætlun sem lögð var fram á er gert ráð fyrir að brotaþolinn gangist undir skurðaðgerð þar sem tönn verður fjarlægð.

Fram kemur í niðurstöðu dómsins að ekki liggi fyrir gögn um kostnað sem brotaþolinn hefur lagt út. Kröfunni um 50 þúsund króna greiðslu var því vísað frá en Bogdan var dæmdur til að greiða manninum 200 þúsund krónur í miskabætur og auk þess 150 þúsund krínur vegna lögmannsþjónustu.

Við ákvörðun refsingar var meðal annars horft til þess að nær tvö ár voru liðin frá brotinu þegar ákæran var gefin út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?