fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Jólageitin er mætt fyrir framan IKEA

Auður Ösp
Fimmtudaginn 18. október 2018 18:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin landsþekkta sænska jólageit er nú mætt fyrir framan verslun Ikea í Garðabæ. Jólageitin markar upphaf jólavertíðarinnar hjá IKEA. Fram kemur á vef mbl.is að geitin sé sú stærsta og dýrasta til þessa, en hún kostnaðurinn er í kringum fimm milljónir króna. Til samanburðar má nefna að árið 2016 var kostnaðurinn tvær milljónir.

Geitin hefur ekki alltaf átt sjö dagana sæla en líkt og frægt er orðið var eldur borinn að henni í nóvember 2016 með þeim afleiðingum að geitin brann til kaldra kola.

Karlmaður og tveir konur voru síðar ákærð vegna málsins.  Blaðamaður DV var viðstaddur réttarhöldin yfir þríeykinu í maí 2017.

„Ég taldi ekki að það væru mikil verðmæti fólgin í þessari heyhrúgu,“ sagði sakborningur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Við þingfestingu málsins neituðu þremenningarnir sök en sú afstaða breyttist við aðalmeðferð málsins. Karlmaðurinn játaði að hafa kveikt í geitinni en öll höfnuðu þau bótakröfu IKEA, sem hljóðaði upp á 1,8 milljónir króna auk vaxta. Öll báru þau við minnisleysi en þau voru hvert um sig dæmd til sektargreiðslu upp á 150 þúsund krónur.

Jafnframt kom fram að forsvarsmönnum IKEA á Íslandi væri í mun að jólageitin fengi  að standa óáreitt. Í kjölfarið var eftirlit með geitinni hert til muna, öryggismyndavélum komið fyrir og geitin girt af með gaddavírs- og rafmagnsgirðingu auk þess sem öryggisvörður er á vakt.

 

„Flottasta jólaskraut á landinu“

„Ég er mjög ánægður með að þau sem brenndu hana skuli hafa náðst. Þau verða dregin til ábyrgðar,“ sagði  Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA  í helgarviðtali við DV í mars 2017.

„Mér finnst þessi geit óskaplega falleg. Í byrjun var hún stæling á þeirri sænsku og við vorum með ljóskastara á henni. Síðan fékk ég hugljómun: hvað gerist ef maður vefur seríu utan um hana? Hún verður svo miklu fallegri við það. Mér finnst þessi geit vera flottasta jólaskraut á landinu.“

Þá segir Þórarinn í samtali við mbl.is í dag:  „Við erum með sól­ar­hrings­gæslu. Það eru bók­staf­lega menn í bíl við geit­ina og þannig verður það all­ar næt­ur fram að jól­um.“

Þá bætti hann við á öðrum stað: „Ég ætla ekki að láta berja mig niður af þess­um brennu­vörg­um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus