fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Forseti Skáksambands Íslands ósáttur við að útitaflið sé horfið – „Enginn hefur borið þetta undir Skáksambandið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 18. október 2018 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég las um þetta fyrst á DV svo ég kem alveg af fjöllum. Enginn hefur borið þetta undir Skáksambandið. Skáksambandið hefur ekki farið yfir þetta en að sjálfsögðu teldum við mun betra að halda taflinu og nota það reglulega í stað þess að fara þessu leið. Nota mætti aðra taflmenn en hina upprunalegu ef menn vilja vernda þá,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, um þá ráðstöfun að breyta útitaflinu í Lækjargötu í barnaleikvöll.

Eins og við greindum frá er útitaflið við Lækjargötu horfið sjónum, taflflöturinn hvílir undir barnaleiksvæði og taflmennirnir sjálfir eru í geymslu á Listasafni Íslands. Mögulegt er að taflið sé höfundarréttarvarið en þó ber að hafa í huga að það er óskemmt og hægt að taka það óbreytt í notkun aftur ef vilji stendur til þess í framtíðinni. Edda Karlsdóttir, borgarhönnuður og starfsmaður Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur, sagði við DV í síðustu viku:

„Leikvöllurinn var settur upp í sumar og er á vegum Umhverfis og skipulagssviðs. Verkefnið er liður í því að gefa börnum í borginni pláss. Í miðborgarkjarnanum eru fá leiksvæði sem henta yngri börnum og þarna vildum við bjóða foreldrum og börnum upp á svæði á góðum stað nærri iðu mannlífsins. En góð borg þarf að mæta þörfum allra aldurshópa. Bernhöftstorfan hefur verið lítið notuð undanfarin ár og ýmsar tilraunir gerðar til að vekja þar líf tímabundið með misjöfnum árangri en þar er bæði skjólsælt og gott að vera. Útitaflið er fullkomlega heilt undir pallinum og dúknum og framkvæmdin því fullkomlega afturkræf. Taflmennirnir hafa ekki verið úti í fjölda ára og eru í geymslu Listasafns Íslands. Þess má geta að ef fólki langar að tefla á svæðinu þá eru fjögur taflborð í jöðrum leikvallarins, en fólk þarf bara að mæta með taflmennina. Leikvöllurinn hefur verið vel nýttur í sumar og yngri kynslóðin virðist njóta hans vel.“

Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins, er ekki fyllilega sáttur við þetta svar og segir: „Það svar að menn geti mætt með taflmenn og teflt er ekki raunhæft því enginn gengur um taflmenn í fullri stærð í úlpuvasanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Leoncie segir ritstjóra Hringbrautar djöfladýrkanda: „Má guð almáttugur troða ykkur langt niðri í jörðina“

Leoncie segir ritstjóra Hringbrautar djöfladýrkanda: „Má guð almáttugur troða ykkur langt niðri í jörðina“
Fréttir
Í gær

Harðar fjölskyldudeilur milli Brynjars og Gústafs: „Eigið eftir að fá eftirminnilega á lúðurinn“

Harðar fjölskyldudeilur milli Brynjars og Gústafs: „Eigið eftir að fá eftirminnilega á lúðurinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aldrei fleiri teknir fyrir akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna

Aldrei fleiri teknir fyrir akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Frábær saga af Guðna forseta: „Sumt í lífinu er of fallegt til að deila því ekki“

Frábær saga af Guðna forseta: „Sumt í lífinu er of fallegt til að deila því ekki“