fbpx
Laugardagur 23.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Eftirför lögreglu endaði með handtöku

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. október 2018 06:29

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók ökumann í nótt sem sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Lögregla reyndi að stöðva akstur mannsins á Breiðholtsbraut en hann sinnti merkjum lögreglu ekki.

Upphófst þá eftirför sem endaði í Fellahverfinu þar sem maðurinn var handtekinn. Engan sakaði. Að sögn lögreglu reyndist maðurinn vera í annarlegu ástandi og er hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem hann gistir í fangaklefa.

Þá fékk lögregla tilkynningu um heimilisofbeldi í Hafnarfirði en að sögn lögreglu hafði gerandinn yfirgefið vettvang áður en lögreglu bar að garði.

Loks var tilkynnt um innbrot í bíl í morgunsárið í austurborginni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?