fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Birna fann draumaprinsinn og varð ólétt: „Þá byrjaði hann að berja mig“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. október 2018 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við kynntumst á skemmtistað þegar ég var 18 ára. Ég var svo heilluð af því að einhver væri svona rosalega hrifinn af mér,“ segir ung íslensk kona, Birna að nafni, um draumaprinsinn sem hún fann á skemmtistað. Birna átti síðar eftir að komast að því að draumaprinsinn var í raun úlfur í sauðagæru sé mið tekið af frásögn hennar.

Birna er ein þeirra kvenna sem stíga fram í myndböndum frá Jafnréttisstofu, en í dag var sett ráðstefna á Icelandair hótel Reykjavík Natura. Ráðstefnan er ætluð fagfólki sem vinnur með ofbeldi í nánum samböndum og almenningi sem vill láta sig málefnið varða.

Þurfti alltaf að sanna að hún væri hans

Í tilefni ráðstefnunnar, Gerum betur! Áhrifaríkar aðferðir og helstu hindranir í vinnu með heimilisofbeldi, voru tekin viðtöl við fórnarlömb heimilisofbeldis.

Í viðtalinu við Birnu, sem má sjá og heyra má hér að neðan, kemur fram að fljótlega eftir að hún byrjaði með umræddum manni hafi hann farið að sýna sitt rétta andlit.

„Mjög stuttu eftir að við byrjuðum að vera saman þá fann ég hvað hann var afbrýðisamur og ég þurfti alltaf að vera að sanna fyrir honum að ég væri hans,“ segir hún í viðtalinu og bætir við:

„Þú missir alla lógík. Þú ferð að búa til lógík úr öllu sem er órökrétt, það er allt órökrétt, reiðin er órökrétt. Ég vissi svona inni í mér einhvers staðar á einhverjum skrýtnum stað að þetta væri ekki eins og þetta ætti að vera og hann sagði mér að þetta væri bara það sem fylgdi fullorðinssamböndum,“ segir hún. Það var svo eftir að hún varð ólétt að líkamlegt ofbeldi byrjaði.

Blæðingar eftir barsmíðar

„Svo verð ég ólétt ári eftir að við byrjum að búa saman og þá gerðist eitthvað sem ég skildi aldrei hvað var og þá byrjaði hann að berja mig. Ég fékk einhverjar blæðingar og fór upp á fæðingardeild og var látin gista undir eftirliti, en það spurði mig enginn að neinu.“

Svo fór að Birna leitaði á náðir Kvennaathvarfsins.

„Kynferðisofbeldi tengdi ég ekki við að gæti gerst heima hjá þér með makanum þínum nema eftir á. Ég man eftir því þegar sonur minn var pínulítill, þá hafði ég einhvers staðar heyrt af Kvennaathvarfinu. Ég fór þangað í viðtal og á einhverjum tímapunkti hugsaði ég: „Ég þarf ekki að vera með honum“. Gríptu í allar hendur sem þú mögulega finnur og láttu þær tosa þig út. Það er fullt af fólki hérna úti til að taka á móti þér. Ekki vera hrædd, þú átt von. Segðu einhverjum eitthvað.“

900 þungaðar konur

Í texta sem fylgir með myndbandinu kemur fram að algengt sé að ofbeldi í nánum samböndum hefjist – og aukist – á meðgöngu. Þá segir að fimmta hver kona hafi upplifað heimilisofbeldi, eða um 900 þungaðar konur á ári. Árið 2017 leituðu meira en þúsund konur aðstoðar vegna ofbeldis maka á Íslandi.

Á ráðstefnunni sem hófst í dag er meðal annars farið yfir stöðuna í heimilisofbeldismálum, hver þróunin hafi verið undanfarin ár. Þá verður fjallað um nokkur fyrirmyndarverkefni, meðal annars verkefnið Saman gegn ofbeldi, samvinnuverkefni í heimilisofbeldismálum með aðkomu fjölbreytts hóps fagfólks, verklag bráðamóttöku Landspítalans í heimilisofbeldismálum, Heimilisfrið, meðferðarúrræði fyrir gerendur og reynsluna af starfi Bjarkarhlíðar, svo dæmi séu tekin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kona með hjarta úr gulli kom Pétri til bjargar í Kópavogi: „Guð blessi þig yndislega kona“

Kona með hjarta úr gulli kom Pétri til bjargar í Kópavogi: „Guð blessi þig yndislega kona“
Fréttir
Í gær

Sigurþóra komin með húsnæði fyrir Bergið á dánardegi sonar síns – „Táknrænt að nota dagsetningu á versta degi lífs míns“

Sigurþóra komin með húsnæði fyrir Bergið á dánardegi sonar síns – „Táknrænt að nota dagsetningu á versta degi lífs míns“