fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Gylfi lætur H&M heyra það – Hvetur Íslendinga til að sniðganga „sjoppuna“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. október 2018 06:43

Gylfi Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þvílík óskammfeilni! H&M er miklu dýrara hér en í Noregi, það blasir við á verðmiðunum þeirra sem sýna verð í báðum löndunum. Er H&M í Noregi þó líklega það dýrasta utan Íslands,“ segir Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Gylfi, sem er með doktorsgráðu í hagfræði og er fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, lét forsvarsmenn H&M heyra það á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi en tilefnið var viðtal við Þjóðverjann Dirk Roennefahrt, framkvæmdastjóra H&M á Íslandi og í Noregi, á Vísi í gærkvöldi.

Í viðtalinu hafnaði Dirk meðal annars gagnrýni Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, um hátt verðlag í verslunum H&M hér á landi í samanburði við önnur lönd. Fullyrti Þorsteinn í septembermánuði síðastliðnum að verð hér á landi væri 30 prósentum hærra. Það væri auðvelt að sjá það á verðmiðum á fötum í verslunum H&M.

Þessu hafnaði Dirk og sagði að markmiðið væri að bjóða tísku og gæði á besta verðinu á sjálfbæran hátt. Fyrirtækið vilji vera samkeppnisfært á öllum mörkuðum sem það starfar við. „Við gerum verðkannanir í hverju landi þar sem við erum oftar en einu sinni á ári til að tryggja að við séum samkeppnishæf.“

H&M opnaði um helgina sínu þriðju verslun hér á landi þegar stór og mikil verslun opnaði á Hafnartorgi. Dirk segist hafa trú á því að íslenski markaðurinn sé nógu stór til að viðhalda rekstri þriggja verslana. Það hafi sýnt sig í fyrra þegar H&M opnaði.

Gylfi gefur lítið fyrir ummæli Dirks og segir það blasa við að H&M okrar á Íslendingum. Hvetur hann Íslendinga til að sniðganga verslunarrisann.

„Þvílík óskammfeilni! H&M er miklu dýrara hér en í Noregi, það blasir við á verðmiðunum þeirra sem sýna verð í báðum löndunum. Er H&M í Noregi þó líklega það dýrasta utan Íslands. Þessi þýski landsstjóri segir að verslanakeðjan geri verðkannanir reglulega á Íslandi til að sjá hvort þeir eru samkeppnishæfir. Það er hreinn útúrsnúningur enda ekki það sem spurt er um heldur hvers vegna þeir okra sérstaklega á Íslendingum umfram aðra. Enginn Íslendingur með snefil af sjálfsvirðingu ætti að stíga fæti inn í þessar sjoppur hérlendis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Hörður Sigurgestsson er látinn

Hörður Sigurgestsson er látinn
Fréttir
Í gær

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“
Fréttir
Í gær

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn á 145 á Reykjanesbraut: Það varð ferðamanninum dýrkeypt

Tekinn á 145 á Reykjanesbraut: Það varð ferðamanninum dýrkeypt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“