fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Elvar og Sveinn stefna Sigmundi Erni: Tvímenningarnir í Hlíðamálinu vilja bætur

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 17. október 2018 11:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elvar Már Atlason og Sveinn Rafn Eiríksson hafa stefnt Sigmundi Erni Rúnarssyni fyrir meiðyrði. Elvar og Sveinn eru mennirnir sem voru sakaðir um kynferðisbrot í Hlíðunum árið 2015. Héraðssaksóknari felldi málið niður og staðfesti ríkissaksóknari þá niðurstöðu í júní 2016. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Sveins og Elvars í málinu. Málið var á allra vörum og vakti reiði, ekki síst vegna þess að Fréttablaðið birti ranga frétt með fyrirsögninni: „Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana.“

Mörgum stefnt

Elvar og Sveinn voru hvergi nafngreindir utan samfélagsmiðla en í febrúar 2016 felldi héraðssaksóknari niður kærurnar á hendur tvímenningunum  og um mitt ár 2016 staðfesti ríkissaksóknari þá niðurstöðu sem fyrr segir. Nú stefna þeir hins vegar ýmsum fyrir meiðyrði, þar á meðal Sigmundi Erni. Þeir höfðu áður stefnt 365 miðlum og fjórum blaðamönnum fyrirtækisins og unnu þeir það mál í Hæstarétti í júní 2018.

Sjá einnig: Hildur Lilliendahl kærð fyrir ærumeiðandi ummæli í Hlíðamálinu: Krafin um milljónir króna í miskabætur

Sigmundur Ernir segir í samtali við DV að Elvar og Sveinn hafi stefnt sér vegna frétta á Hringbraut. Sigmundur Ernir segist einungis hafa vitnað í fréttaflutning Fréttablaðsins af málinu. „Vilhjálmur er kannski tapsár eftir Spartakus-dóminn,“ segir Sigmundur Ernir en Vilhjálmur var lögmaður Guðmundar Spartakusar Ómarssonar, sem stefndi Sigmundi fyrir meiðyrði um árið. Líkt og hefur verið greint frá var Sigmundur Ernir sýknaður.

Vongóður Sigmundur

Sigmundur segist vongóður um að hafa sigur í þessu máli líka en segir að lögmannskostnaður sligi lítinn fjölmiðil, líkt og Hringbraut. Hann veltir fyrir sér hvers vegna það sé ákveðið að stefna Hringbraut fyrir að vitna í Fréttablaðið á sínum tíma en flest allir íslenskir fjölmiðlar gerðu það sama. „Hann er kannski að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur,“ segir Sigmundur.

Flúðu land

Málið vakti eins og áður segir mikla athygli og urðu Elvar og Sveinn fyrir miklu aðkasti á samfélagsmiðlum. Á endanum flúðu þeir land vegna þess áreitis sem þeir urðu fyrir en myndir af þeim og nöfn þeirra var að finna á hinum ýmsu Facebook-síðum og þeim fylgdu svæsin skilaboð og jafnvel hótanir. Í ljós kom að frétt Fréttablaðsins var röng. DV fjallaði einnig um málið á sínum tíma og baðst afsökunar á því sem ofsagt var í þremur fréttum af málinu. Fjallað var um málið, meinta gerendur og viðbrögð á samfélagsmiðlum á DV.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kona með hjarta úr gulli kom Pétri til bjargar í Kópavogi: „Guð blessi þig yndislega kona“

Kona með hjarta úr gulli kom Pétri til bjargar í Kópavogi: „Guð blessi þig yndislega kona“
Fréttir
Í gær

Sigurþóra komin með húsnæði fyrir Bergið á dánardegi sonar síns – „Táknrænt að nota dagsetningu á versta degi lífs míns“

Sigurþóra komin með húsnæði fyrir Bergið á dánardegi sonar síns – „Táknrænt að nota dagsetningu á versta degi lífs míns“