fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Sigursteinn um níðingana: „Ég taldi og tel hins vegar rétt og skylt að greina frá þessari vitneskju“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. október 2018 18:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigursteinn Másson, fyrrverandi fréttamaður, ætlar ekki að greina frá nöfnum áhrifamanna í samfélaginu sem beittu Kristínu Gerði hrottalegu ofbeldi. Í frétt DV sem birt var fyrr í dag og hefur vakið mikla athygli er haft eftir Sigursteini:

„Ég er reiður enn þann dag í dag að tækifærin til hamingju hafi verið tekin af henni af mönnum sem notfærðu sér hana til stundargamans. Sem að níddust á henni, jafnvel menn sem eru í góðum stöðum í dag, háttsettir í þjóðfélaginu. Þeir keyptu hana á þeim grundvelli að hún var eins og barn. Og þeir keyptu hana sem barn.“

Fréttaflutningur DV af málinu hefur vakið sorg og reiði margra lesenda og kallað er eftir því að þeir sem níddust á Kristínu Gerði sæti ábyrgð og mennirnir séu nafngreindir. Um er að ræða lækni, prest og fleiri menn sem enn í dag gegna ábyrgðarstöðum.

Ofandgreind ummæli lét Sigursteinn falla í heimildarmyndinni Lof mér að lifa sem sýnd var á RÚV. Þar sagði Sigursteinn að áhrifamenn í samfélaginu hefðu brotið hrottalega á Kristínu Gerði. Kvikmyndin Lof mér að falla er að hluta byggð á dagbókum Kristínar. Kristín framdi sjálfsmorð en hún var fíkill og var þvinguð í vændi. Hún hafði verið edrú í sex ár þegar hún gafst upp og tók eigið líf. Afleiðingarnar af hinu hrottalega ofbeldi sem hún varð fyrir höfðu gríðarleg áhrif og hún jafnaði sig aldrei.

Sigursteinn greindi jafnframt frá því að það sem hann væri reiðastur yfir varðandi misnotkun á Kristínu væri að menn sem hún leitaði sáluhjálpar hjá og meðferðar, læknir og prestur, hefðu misnotað aðstöðu sína gagnvart henni. Sigursteinn sagði:

„Meira að segja misnotuðu þeir hana þegar hún kom neyð sinni til þeirra að biðja um hjálp. Ég hefði aldrei trúað því fyrr en ég kynntist Kristínu Gerði hversu langt menn ganga í fýsnum sínum til að svala þeim, algjörlega án nokkurrar umhugsunar um afleiðingarnar.“

Frétt DV hefur vakið mikla athygli í dag og hafa margir lesendur viljað að Sigursteinn myndi birta nöfn níðinganna. Þegar DV hafði samband við Sigurstein kvaðst hann ekki ætla að nefna mennina á nafn sem misnotuðu Kristínu á hrottalegan hátt og vísaði á Facebook-status sem hann birti fyrr í dag. Þar segir Sigursteinn að það væri ekki rétt af honum að nefna mennina á nafn sem Kristín trúði honum fyrir í einrúmi. Sigursteinn segir:

„Ég taldi það hins vegar rétt í þessu samhengi að segja frá því að mektarmenn í þessu þjóðfélagi og jafnvel fagmenn sem Kristín leitaði aðstoðar og huggunar hjá, brugðust henni og misnotuðu sér neyð hennar.“

Sigursteinn segir að engin leið sé til að sanna það sem gerðist fyrir tuttugu árum síðan. Kristín sé látin.

„Ég taldi og tel hins vegar rétt og skylt að greina frá þessari vitneskju með almennum hætti í tengslum við þessa heimildarmynd og þá sögu sem nú er sögð um líf og dauða náinnar vinkonu minnar. Ég tel fráleitt að margir prestar og læknar liggi undir grun,“ segir Sigursteinn og bætir við:

„En þeir vita sem gerðu á hlut Kristínar. Þeir eru á vissan hátt að taka út sína refsingu nú fyrir það sem þeir gerðu og hafa margt á samviskunni.“

Sigursteinn endar yfirlýsingu sína á þessum orðum:

„Það voru fleiri sem misnotuðu sér neyð hennar. Menn í áhrifastöðum í samfélaginu sem verða ekki fremur en presturinn og læknirinn sóttir til saka í dag fyrir dómi og því ekki nefndir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þessi spurning leiddi til handtöku eiginmannsins, 38 árum eftir að hún hvarf

Þessi spurning leiddi til handtöku eiginmannsins, 38 árum eftir að hún hvarf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur orðlaus: Vörur fyrirtækisins verði sniðgengnar – „Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum“

Vilhjálmur orðlaus: Vörur fyrirtækisins verði sniðgengnar – „Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum“
Fyrir 3 dögum

Sleppa við ábyrgð

Sleppa við ábyrgð
Fyrir 3 dögum

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kolbeinn hvetur foreldra til að senda börn sín í sveit: „Honum fannst ég alger aumingi fyrst“

Kolbeinn hvetur foreldra til að senda börn sín í sveit: „Honum fannst ég alger aumingi fyrst“
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Björn Óli Hauksson lætur af störfum sem forstjóri Isavia

Björn Óli Hauksson lætur af störfum sem forstjóri Isavia