fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

„Gamli góði hrokinn. Vel spilað Samfylking“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. október 2018 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og nefndarmaður í stjórn Félagsbústaða, segist ekki ætla að hætta í stjórn. Hún segir að það væri óeðlilegt þar sem stjórn er nýtekin við og stefni á að taka á málum. Líkt og hefur verið greint frá þá fóru framkvæmdir við viðhald á fjölbýlishúsi Félagsbústaða við Írabakka um 330 milljónum úr heimildum.

RÚV ræddi við Heiðu Björg í hádegisfréttum. „Viðbrögð mín og okkar í stjórninni voru auðvitað að taka fast á þessum málum og við munum tryggja að þetta verði ekki verklag sem að muni viðgangast áfram. Þannig að við bara tökum þessa niðurstöðu innri endurskoðunar alvarlega og munum fara í það að framkvæma þær úrbætur sem þeir leggja til,“ segir Heiða í samtali við RÚV.

Heiða Björg var sérstaklega spurð út í hvort ábyrgð Samfylkingarinnar væri ekki meiri en annarra flokka þar sem sá flokkur hefur verið leiðandi í meirihluta síðustu ár. „Mér finnst það ótrúlega lágt lagst af oddvita Sjálfstæðisflokksins að kalla eftir afsögn áður en að búið er að rannsaka málið. Við erum búin að kalla eftir úttekt innri endurskoðanda, sem er óháður endurskoðandi, og hann mun fara yfir alla fleti málsins. Við höfum ítrekað það við hann að það er enginn undanskilinn í þeirri úttekt. Hann mun skila til okkar niðurstöðum sem við munum bregðast við, rétt eins og við gerðum í Félagsbústöðum og rétt eins og við höfum gert áður við úttektir innri endurskoðandans. Mér finnst það mikilvægt að við bíðum eftir þeirri úttekt áður en við förum að benda á hverjir eru sekir í einhverju máli og hverjir eiga að segja af sér,“ hefur RÚV eftir Heiða Björg.

Heiða Björg hefur verið gagnrýnd fyrir þessi viðbrögð á samfélagsmiðlum, þar á meðal af ritstjóra Reykjavík Grapevine, Vali Grettissyni. Hann segir orð hennar einkennast af hroka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kona með hjarta úr gulli kom Pétri til bjargar í Kópavogi: „Guð blessi þig yndislega kona“

Kona með hjarta úr gulli kom Pétri til bjargar í Kópavogi: „Guð blessi þig yndislega kona“
Fréttir
Í gær

Sigurþóra komin með húsnæði fyrir Bergið á dánardegi sonar síns – „Táknrænt að nota dagsetningu á versta degi lífs míns“

Sigurþóra komin með húsnæði fyrir Bergið á dánardegi sonar síns – „Táknrænt að nota dagsetningu á versta degi lífs míns“