fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Fall Sigurbjargar: Fékk Edduverðlaun 2015 en er nú heimilislaus

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. október 2018 14:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er það sárasta og versta sem ég hef nokkurn tímann þurft að gera,“ segir Baldvin Z., leikstjóri Lof mér að falla um þá ákvörðun að fá annan klippara en Sigurbjörgu Jónsdóttur til að sjá um klippingu í myndinni sem slegið hefur í gegn nú á haustmánuðum.

Þetta segir Baldvin Z. Í heimildarmyndinni Lof mér að lifa sem sýnd var í tveimur hlutum á RÚV í fyrrakvöld og í gærkvöldi. Sigurbjörg er í hópi okkar færustu klippara og fékk hún til að mynda Edduverðlaunin 2015 fyrir myndina Vonarstræti sem Baldvin leikstýrði.

Þá klippti hún stuttmyndina Síðasti bærinn í dalnum sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna árið 2004. Sigurbjörg hefur komið að fleiri íslenskum myndum; Óróa, Reykjavík Whale Watching Massacre og Kurteist fólk svo dæmi séu tekin.

Fór úr meðferð eftir fimm daga

Sigurbjörg hefur lengi háð baráttu við fíkniefni og undir lok myndarinnar sem sýnd var í gærkvöldi kom fram að hún væri heimilislaus. Hún hefði farið inn á Vog en útskrifað sig eftir fimm daga og byrjað aftur að nota.

„Ég fór af því að það var enginn möguleiki fyrir mig að komast í áframhaldandi meðferð hjá þeim. Ég hefði getað verið þarna í tvo daga áfram í niðurtröppun en endirinn var samt þar. Mig langar til að langa verða edrú,“ sagði Sigurbjörg og bætti síðar við: „Ég er mest hrædd við að kála mér. Ég veit ekki hvernig maður á að komast út úr þessu.“

Sigurbjörg Jónsdóttir. Mynd: Skjáskot úr Lof mér að lifa

Lærði mikið af Sigurbjörgu

Í Lof mér að lifa fór Baldvin fögrum orðum um Sigurbjörgu en viðurkenndi jafnframt að honum hefði þótt erfitt að horfa á vinkonu sína í jafn harðri neyslu.

„Þegar við klippum Vonarstræti erum við með mynd og klipp samkvæmt handriti en myndin virkaði ekki. Að sjá hvernig hún tæklaði verkefnið, ég bara lærði mjög mikið í kvikmyndagerð á þessa eina ári sem við vörðum við tölvuna,“ segir Baldvin Z. í myndinni.

Þegar klippingin á myndinni stóð yfir féll Sigurbjörg en þrátt fyrir það tókst henni að klára verkefnið. Baldvin segir að samstarfið hafi tekið á en Sigurbjörg átt stóran þátt í að myndin varð að því sem hún er í dag. Vonarstræti fékk tólf verðlaun á Eddunni og sópaði til sín verðlaunum.

Átti að klippa Lof mér að falla

Í þættinum kom fram að Sigurbjörg hefði komist á beinu brautina eftir þetta. Það hafi staðið til að hún myndi klippa Lof mér að falla en af því hafi ekki orðið þar sem Sigurbjörg féll áður en sú vinna átti að fara af stað.

Baldvin hafði fært Sigurbjörgu þau skilaboð að hann gæti ekki unnið með henni ef hún væri í neyslu. Það hafi komið svo í ljós þegar hann hitti hana. „Hún sat fyrir framan mig og ég sá hún var ekki „clean“.“

Baldvin sagði að þessi ákvörðun hefði verið erfið og það væri erfitt að fylgjast með henni eftir að hún féll. „Hvernig hún er búin að taka þetta ár bara á botninum,“ segir Baldvin.

Sagan getur endað fallega

Í Lof mér að lifa í sagði Sigurbjörg sögu sína. Þar kom fram að Sigurbjörg hefði háð baráttu við áfengi og fíkniefni frá unglingsaldri en byrjað að sprauta sig í fyrrasumar þegar hún var orðin 42 ára. Hún lýsti hugarástandi fíkilsins og sagði efnin losa um hömlur.

„Ég veit ekki hvað það er. Það er frelsi frá svo mörgu. Það er frelsi frá því að bera ábyrg. Það er leyfi til að vera fáviti. Efnasamsetningin í mér er þannig að ég er fædd til að nota. Það fer mér fáránlega vel.“

Undir lok myndarinnar í gærkvöldi var Sigurbjörg spurð að því hvort hún ætti eftir að vinna aftur við að klippa kvikmyndir. „Já, ég held það. Ég er eiginlega alveg sannfærð um að þessi saga geti bara endað fallega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þessi spurning leiddi til handtöku eiginmannsins, 38 árum eftir að hún hvarf

Þessi spurning leiddi til handtöku eiginmannsins, 38 árum eftir að hún hvarf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur orðlaus: Vörur fyrirtækisins verði sniðgengnar – „Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum“

Vilhjálmur orðlaus: Vörur fyrirtækisins verði sniðgengnar – „Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum“
Fyrir 3 dögum

Sleppa við ábyrgð

Sleppa við ábyrgð
Fyrir 3 dögum

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kolbeinn hvetur foreldra til að senda börn sín í sveit: „Honum fannst ég alger aumingi fyrst“

Kolbeinn hvetur foreldra til að senda börn sín í sveit: „Honum fannst ég alger aumingi fyrst“
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Björn Óli Hauksson lætur af störfum sem forstjóri Isavia

Björn Óli Hauksson lætur af störfum sem forstjóri Isavia