fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Útitaflinu við Lækjargötu breytt í barnaleikvöll: Góð breyting eða höfundarréttarbrot?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 15. október 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamall vinur Jóns Gunnars Árnasonar heitins, myndhöggvara, kom að máli við blaðmann DV á dögunum og vakti athygli hans á breytingum á útitaflinu við Lækjargötu, undir Bakarabrekkunni, en búið er að breyta taflinu í lítinn barnaleikvöll.

Breytingin mun hafa átt sér stað í sumar en farið framhjá mörgum. DV hafði til dæmis samband við nokkra borgarfulltrúa vegna málsins en enginn þeirra hafði tekið eftir þessari breytingu.

Hönnuður útitaflsins er Knútur Jeppesen arkitekt en sá sem skóp sjálfa taflmennina var Jón Gunnar Árnason, myndhöggvari, sem þekktastur er fyrir listaverkið Sólfarið við Sæbraut. Taflmennirnir hafa reyndar sjaldan verið í notkun í seinni tíð en blaðamaður minnist þessa að hafa teflt skák með þeim sumarið 1981, sama ár og útitaflið var tekið í notkun.

Við eftirgrennslan um borgarkerfið varð fyrir svörum Edda Karlsdóttir, borgarhönnuður og starfsmaður Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur. Edda segir:

„Leikvöllurinn var settur upp í sumar og er á vegum Umhverfis og skipulagssviðs. Verkefnið er liður í því að gefa börnum í borginni pláss. Í miðborgarkjarnanum eru fá leiksvæði sem henta yngri börnum og þarna vildum við bjóða foreldrum og börnum upp á svæði á góðum stað nærri iðu mannlífsins. En góð borg þarf að mæta þörfum allra aldurshópa. Bernhöftstorfan hefur verið lítið notuð undanfarin ár og ýmsar tilraunir gerðar til að vekja þar líf tímabundið með misjöfnum árangri en þar er bæði skjólsælt og gott að vera. Útitaflið er fullkomlega heilt undir pallinum og dúknum og framkvæmdin því fullkomlega afturkræf. Taflmennirnir hafa ekki verið úti í fjölda ára og eru í geymslu Listasafns Íslands. Þess má geta að ef fólki langar að tefla á svæðinu þá eru fjögur taflborð í jöðrum leikvallarins, en fólk þarf bara að mæta með taflmennina. Leikvöllurinn hefur verið vel nýttur í sumar og yngri kynslóðin virðist njóta hans vel.“

Ekki þarf að efast um að breytingin fellur mörgum foreldrum og börnum vel í geð en stangast aðgerðin ekki á við höfundarrétt? Edda telur svo ekki vera og bendir á að í skrá Listasafns Reykjavíkur yfir list í almannarými sé útitaflið ekki flokkað undir list í almannarými. Einnig skal hér ítrekað að engar óafturkræfar breytingar hafa verið gerðar á útitaflinu sem hægt væri að taka í notkun óbreytt aftur ef vilji væri til þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu