fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Veiktust báðar – „Ég var alltaf veik, hárið á mér var að hrynja af mér“

Auður Ösp
Sunnudaginn 14. október 2018 18:30

Ljósmynd: Úr safni/Skjáskot af vef Hringbrautar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þú þarft í raun að kyngja stoltinu. Það er meira en að segja það að taka þessi skref. Af því að þetta eru allskonar spurningar sem maður fær,“ segir Hildur Oddsdóttir, einstæð móðir sem leigt hefur hjá Félagsbústöðum síðastliðinn 11 ár. Í tæp fimm ár bjó hún í íbúð sem var sýkt af myglu og veiktist illa í kjölfarið. Hún segir komið fram við leigendur hjá Félagsbústöðum eins og þriðja flokks fólk. Þetta kemur fram í þættinum 21 á Hringbraut en þar var rætt við Hildi og og Vigdísi Erlu Rafnsdóttir sem einnig er leigjandi hjá Félagsbústöðum.

Hildur Oddsdóttir. Ljósmynd/Skjáskot af vef Hringbrautar

Hildur og Vigdís Erla sitja í stjórn Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum sem stofnað var um síðastliðna helgi. Félaginu er ætlað að gæta hagsmunaleigjenda hjá Félagsbústöðum hf. gagnvart félaginu sem og velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Þær stöllur segja að mikil óánægja ríki á meðal leigjenda hjá Félagsbústöðum, sérstaklega hvað varðar viðhald á eignum semog samskipti við starfsfólkið hjá Félagsbústöðum og velferðarsviði Reykjavíkurbogar.

Hildur nefnir sem dæmi að hún hafi í fimm ár dvalið í heilsuspillandi íbúðarhúsnæði en vandræðin hófust þegar það stífluðust lagnir á íbúðinni fyrir ofan með þeim afleiðingum að allt fór á flot í íbúð Hildar. Í kjölfarið myndaðist mikill raki og mygla.

„Ég var endalaust veik. Ég var komin á púst, sem ég hef aldrei notað. Ég var ágætlega heilsuhraust áður en ég flutti þangað. Ég var alltaf veik, hárið á mér var að hrynja af mér,“ segir Hildur en áður en hún sótti um hjá Félagsbústöðum var hún á almennum leigumarkaði. Bætur sem hún þáði vegna veikinda dugðu ekki fyrir leigunni og Hildur gat ekki keypt sér fasteign.

Vigdís Erla kveðst hafa sótt um að leigja hjá Félagsbústöðum þar sem hún hafði ekki í nein önnur hús að venda. Hún var fráskilin og með tvö börn á framfæri og í mikilli neyð.

Vigdís Erla Rafnsdóttir. Ljósmynd/Skjáskot af vef Hringbrautar

„Ég var eiginlega bara á götunni. Var á götunni. Ég hafði ekki í nein önnur hús að venda. Ég var í fimm mánuði í Kvennaathvarfinu, en bjó fyrst hja foreldurm minum en það gekk ekki upp,“

segir hún en rétt eins og Hildur hefur hún þurft að glíma við veikindi vegna heilsuspillandi húsnæðis hjá Félagsbústöðum. Hún segist hafa hringt ótal símtöl og senda fjölda tölvupósta á Félagsbústaði í von um að fá flutning í nýja íbúð, en það hafi einfaldlega verið hunsað.

Hildur segir viðhorfið hjá stofnuninni vera þannig að leigjendurnir eigi bara að prísa sig sæla.

„Þú ert komin þarna með úthlutun og átt bara að vera þakklátur fyrir að vera komin með skjól yfir þig. En maður á ekki að gera kröfur um eitt eða neitt annað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hörður Sigurgestsson er látinn

Hörður Sigurgestsson er látinn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aprílmánuður einn sá hlýjasti frá upphafi mælinga hér á landi

Aprílmánuður einn sá hlýjasti frá upphafi mælinga hér á landi