fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Brynjar skýtur á Pírata: „Ótrúleg lausatök við stjórnun borgarinnar“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. október 2018 13:51

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skýtur á Pírata og sérstaklega á Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, í stöðufærslu á Facebook. „Píratar eru engum líkir. Þeirra helsti lögspekingur og mannréttindafrömuður var í Silfrinu í morgun að ræða Braggamálið. Þar upplýsti hún okkur fávísu um að innri endurskoðun borgarinnar væri nú bara eins og Ríkisendurskoðun og því þurfi nú ekkert að fá utanaðkomandi til að rannsaka málið. Hægt væri að kaupa þetta ef Ríkisendurskoðun væri á vegum framkvæmdavaldsins og starfaði við hlið forsætisráðherra í stjórnarráðinu við Lækjargötu,“ segir Brynjar.

Hann telur þetta merki um tvískinnung. „Svo bað Píratinn okkur um að bíða eftir niðurstöðu innra eftirlitsins. Sitthvað er Braggamálið eða Bragamálið í hugum Pírata. Þá þurfti nú ekki að bíða niðurstöðu rannsókna áður en dómar voru kveðnir upp. Ekki frekar en þegar samþingmenn voru vændir um auðgunarbrot vegna aksturs,“ segir Brynjar.

Hann segir að ekki þurfi að bíða eftir niðurstöðu innra eftirlits til að gagnrýna framkvæmdirnar. „Nú geta verið ýmsar skýringar á framúrkeyrslu við framkvæmdir, jafnvel eðlilegar. Hvað sem því líður þá liggur nú þegar fyrir ótrúleg lausatök við stjórnun borgarinnar. Enginn getur svarað nokkru þótt liggi fyrir fundargerðir með athugasemdum. Það þarf ekki að bíða niðurstöðu innra eftirlits til að gagnrýna það,“ segir Brynjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat