fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Fréttir

Björn Leví segist hata miðaldra karla: „Hata ég þá sjálfan mig?“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. október 2018 12:36

Björn Leví Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hata líka miðaldra karlmenn.“ Þetta segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í Pírataspjallinu en tilefnið er að Karl Jónatan Kárason deilir þar orðum Unu Hildardóttur, varaþingmanns Vinstri grænna. Hún sagði í ársbyrjun 2017 á Twitter: „Ég hata miðaldra karlmenn“. Af orðum Karls að dæma þá vísar hann líklegast til máls Kristins Sigurjónssonar sem var nýverið rekinn úr starfi sínu sem lektor við HR vegna ummæla um konur. Kristins sagðist meðal annars ekki vilja vinna með konum.

Sjá einnig: Lektor við HR segir konur eyðileggja vinnustaði karla: „Konur reyna alltaf að troða sér þar sem karlmenn vinna“

Björn Leví segir í samtali við DV að hann teljist nú líklegast miðaldra karlmaður sjálfur og ekki hati hann sjálfan sig. „Hugtakið „miðaldra karl“ lýsir ákveðnum aðstöðumun, almennt séð. Þetta er ekki sagt sem alhæfing niður á einstaklinga, heldur beint að staðalímyndinni um miðaldra karl í forréttindastöðu. Það eru fjöldamargir, og mun fleiri, miðaldra karlar sem eru ekki í þeirri forréttindastöðu. Auðvitað er það ósanngjarnt gagnvart þeim að sá skilningur sem þessi notkun á hugtakinu „miðaldra karl“, falli undir meirihluta karla á þessum aldri sem hugtakið í orðanna hljóðan virðist beinast að. Sem einstaklingur sem er svona að detta inn í þennan hóp þá finnst mér það hjálpa til þess að gera greinarmun á þessum mun á bókstaflegu merkingu orðanna og skilningnum sem er lagður í hugtakið. Hata ég þá sjálfan mig? Nei, ég hata þá sem falla undir staðalímyndina,“ segir Björn.

Hann segir að markmið sitt hafi verið að benda á þennan merkingarmun. „Þeir sem gagnrýna þessa orðanotkun einblína yfirleitt á bókstaflegu merkingu orðanna en hunsa skilgreiningu hugtaksins. Ég er að, með því að segja þetta svona, að minna á merkingarmuninn. Það er mjög ósanngjarnt að gagnrýni hunsi algerlega aðrar merkingar orðanna. Það var að hluta til ætlunin. Venjulega útskýri ég hvaða merkingu orðanna ég meina. Ég sleppti því viljandi þarna út af þeirri stöðu sem ég er í, nokkurn vegin miðaldra karl í forréttindastöðu sem fullt af fólki hefur ágætis ástæðu til þess að hatast út í. Og hins vegar að sýna að það eru ekki bara konur sem hata miðaldra karla,“ segir Björn.

Hann segist ekki vita nákvæmlega hvað Una hafi meint með orðum sínum en ætli að hún hafi meint það sama: „Að því sögðu þá veit ég ekki hvora merkinguna Una lagði í það sem hún sagði, ég giska á sömu og ég túlkaði. Það er afar sjaldgæft ef til yfirleitt að einhver hati alla miðaldra karla niður á hvern einstakling. Þess vegna er svo fáránlegt að ætla einhverjum þá merkingu í tjáningunni „ég hata miðaldra karla“. Að túlka meininguna niður á einstaklinga er bara dæmi um vandamálið sem þau orð lýsa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Hundur beit barn
Fréttir
Í gær

Bjóða íslenskum börnum að skoða eldflaugaskotpall Skyrora í dag

Bjóða íslenskum börnum að skoða eldflaugaskotpall Skyrora í dag
Fréttir
Í gær

Icelandair sniðgekk 70 flugfreyjur – Sögusagnir um flugumenn Icelandair innan FFÍ

Icelandair sniðgekk 70 flugfreyjur – Sögusagnir um flugumenn Icelandair innan FFÍ
Fréttir
Í gær

Þorsteinn kokhraustur: „RÚV yfirburðastór miðill og þetta er okkar leið til að ná til fólks“

Þorsteinn kokhraustur: „RÚV yfirburðastór miðill og þetta er okkar leið til að ná til fólks“
Fréttir
Í gær

Segir Samherja stunda hryðju­verka­starf­semi og stríðs­rekstur fyr­ir­tæk­ja – „Hræði­lega illa fram­kvæmda áróð­urs­her­ferð“

Segir Samherja stunda hryðju­verka­starf­semi og stríðs­rekstur fyr­ir­tæk­ja – „Hræði­lega illa fram­kvæmda áróð­urs­her­ferð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur sálfræðingur harðlega gagnrýndur fyrir greinaskrif á Vísi – „Níð gagnvart trans fólki og jaðrar við hatursorðræðu“

Íslenskur sálfræðingur harðlega gagnrýndur fyrir greinaskrif á Vísi – „Níð gagnvart trans fólki og jaðrar við hatursorðræðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

45.000 erlendir ferðamenn komu til landsins í júlí

45.000 erlendir ferðamenn komu til landsins í júlí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Félag fréttamanna gagnrýnir Samherja harðlega og segir framkomu þeirra hættulega í lýðræðislegu samfélagi

Félag fréttamanna gagnrýnir Samherja harðlega og segir framkomu þeirra hættulega í lýðræðislegu samfélagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur brennuvargur áfram í gæsluvarðhaldi – Lögreglan segir hætta á að maðurinn flýi land

Meintur brennuvargur áfram í gæsluvarðhaldi – Lögreglan segir hætta á að maðurinn flýi land