fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Sigfús ætlar aldrei aftur að vinna fyrir Reykjavík: „Látið líta út eins og ég sé á einhvern hátt óheiðalegur

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. október 2018 13:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigfús Örn Sigurðsson, eigandi verktakafyrirtækins Smiðurinn þinn, segist í yfirlýsingu skilja gagnrýni á framkvæmdum á bragganum í Nauthólsvík. Hann segir þó að sú gagnrýni eigi að beinast að stjórnsýslunni og þeim sem tóku ákvarðanir, ekki verktökum. DV greindi frá því á dögunum að Sigfús hafi fengið 106 milljónir greiddar vegna verkefnisins.

Sigfús segist ósáttur við að vera sakaður um þjófnað. „Þar sem umfjöllun í fjölmiðlum um „Braggann“ hefur að einhverju leiti beinst beint að mér og mínu fyrirtæki og ég jafnvel sakaður um þjófnað þá langar mig að koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum: Það var leitað til mín vegna þessa verkefnis eftir að það hafði verið bent á mig. Ég sóttist ekki sjálfur í að fá þetta verk og hef engin tengsl við neinn stjórnmálaflokk né á vini innan stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Ég var aldrei beðinn um að gera fast verðtilboð í verkefnið. Engin útboðsgögn lágu fyrir og engar forsendur voru fyrir hendi til að geta gert tilboð enda var hönnun samhliða framgangi á verkinu,“ segir Sigfús.

Sjá einnig: Sigfús fékk 106 milljónir frá borginni vegna braggans: Enginn samningur, bara taxti

Sigfús hafnar því að frjálslega hafi verið farið með skráningu tíma. „Ásökunum um að ég hafi dregið verkefnið á langinn til að „hala inn sem mestu“ þar sem verkefnið var unnið í tímavinnu vísa ég alfarið á bug. Ég hafði engan hag af því, er með nóg af verkefnum og hef þurft að láta aðra kúnna bíða þar sem þetta verkefni hefur dregist á langinn. Haldið hefur verið fram að tímaskriftir í verkefninu hafa verið frjálslegar, ss. skráðir fleiri tímar en voru í raun unnir. Því neita ég alfarið! Hver einasti tími rukkaður var sannarlega unnin og vísa ég öllum ásökunum um annað á bug,“ segir Sigfús.

Yfirlýsing Sigfús í heild sinni

Þar sem umfjöllun í fjölmiðlum um „Braggann“ hefur að einhverju leiti beinst beint að mér og mínu fyrirtæki og ég jafnvel sakaður um þjófnað þá langar mig að koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum:

• Það var leitað til mín vegna þessa verkefnis eftir að það hafði verið bent á mig. Ég sóttist ekki sjálfur í að fá þetta verk og hef engin tengsl við neinn stjórnmálaflokk né á vini innan stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.
• Ég var aldrei beðinn um að gera fast verðtilboð í verkefnið. Engin útboðsgögn lágu fyrir og engar forsendur voru fyrir hendi til að geta gert tilboð enda var hönnun samhliða framgangi á verkinu.
• Ég var beðinn um að gefa tilboð á grunni tímakaups sem ég gerði. Það tilboð var samþykkt og fóru mín samskipti fram við verkefnastjóra verksins sem vann í umboði Reykjavíkurborgar. Engin yfirvinna hefur verið innheimt vegna verksins né sér verkfæragjald – það var hluti af tímakaupi.
• Verktími framkvæmda var frá október 2016 – júní 2018 eða 21 mánuður. Það var samt ekki unnið samfleytt þann tíma þar sem ég fór í annað verkefni í júlí og ágúst 2017. Í lok júní 2018 ákváðum við að fara í önnur verkefni þar sem ekki var búið að klára að hanna glugga í Náðhúsi og hvernig frágangur á þakkanti ætti að vera háttað. Ekki var hægt að halda framkvæmdum inni í Náðhúsi áfram fyrr en húsinu hefði verði lokað almennilega.
• Nákvæm skipting milli vinnu og efnis er:
o Vinna: 66.371.384 kr. með 24% VSK
o Efni: 39.148.059 kr. með 24% VSK
o Samtals 105.519.444 kr. með 24% VSK
• Kostnaður vegna vinnu er fyrir um 5 smiði að jafnaði – ég var með undirverktaka.
• Með öllum reikningum sem ég sendi Reykjavíkurborg fylgdu ítarlegar tímaskýrslur vegna vinnu ásamt AFRITI af öllum reikningum vegna efniskaupa sem ég svo innheimti til baka í reikningum til Reykjavíkurborgar. Borgin er því með ljósrit af reikningum vegna efniskaupa og getur séð nákvæma sundurliðun á efni ásamt við hvaða byrgja var verslað.
• Efniskaupin dreifast yfir tímabil verksins, okt 2016 – jún 2018, eftir framgangi þess. Ég sóttist ekki eftir að efniskaup færu í gegnum mitt fyrirtæki. Hæsti staki reikningurinn vegna efniskaupa sem fór í gegnum Smiðurinn þinn var 2.641.820 kr með 24% VSK en mest var þetta samtala minni reikninga. Efnisþörf lá ekki fyrir í byrjun verkefnis og tel ég því að erfitt hefði verið að bjóða þau út í einni heild.
• Það voru haldnir verkfundir einu sinni í viku með verkefnastjóra verksins, fulltrúa frá borginni og fulltrúa frá HR. Öllum hefði átt að vera ljóst staða verksins á hverjum tíma og ábyrgð fulltrúa Reykavíkurborgar að miðla þeim upplýsingum áfram innan stjórnsýslunnar.
• Engar ákvarðanir voru teknar nema í samráði við verkefnastjóra og fulltrúa Reykjavíkurborgar. Allar framkvæmdir og vinna af minni hálfu voru gerðar að þeirra beiðni.
• Framkvæmdirnar við Nauthólsveg 100 skiptast í 3 hús ásamt tengibyggingu, samtals um 450 fm. Ekki virðast allir átta sig á að um fleiri byggingar en Braggann sé að ræða né umfangi framkvæmdanna. Hér fyrir neðan er stiklað á stóru yfir þá verkþætti sem snúa að okkur smiðunum. Þetta er ekki tæmandi listi yfir framkvæmdirnar.
o Braggi:
 Bragginn var endurbyggður frá grunni ef frá er talinn einn endagafl. Steyptir voru sökklar, fyllt inn í sökkla, botnplata steypt ásamt hinum endagaflinum. Hiti settur í botnplötu, settir upp bogastálbitar, bragginn svo klæddur og einangraður. Settir í gluggar, kvistir, hurðir og annar frágangur sem fylgir nýbyggingu. Byggt var tæknirými við hliðina á Bragganum fyrir rafmangstöflur, vatnsinntak og loftræstingu.
o Tengibygging:
 Byggð frá grunni með sökklum, botnplötu, veggjum og þaki. Í tengibyggingu eru 5 salerni, tvær ræstikompur og starfsmannaaðstaða. Allt sem viðkemur tengibyggingunni er nýtt.
o Skemma:
 Skipt var um alla glugga í Skemmunni og söguð voru göt fyrir hurðum. Skipt var alveg um þak, yleiningar settar ásamt pappa og bárujárni. Skemman var einangruð og klædd að innan. Settar voru hljóðdempandi plötur í loftið. Byggt var útskot frá Skemmu frá grunni sem stendur til að nota sem símaherbergi í Frumkvöðlasetri. Byggt var fullbúið eldhús sem hluti af veitingarrekstri sem fer fram í Bragganum.
o Náðhús:
 Einn veggur steyptur upp á nýtt, settar stálsúlur utan á húsið til að bera upp þakið. Settir voru límtrésbitar í loftið, nýjar sperru og nýtt þak. Ekki var búið að hanna glugga sem eiga að koma efst í Náðhúsið né hvernig frágangur á þakkkanti á að vera. Húsinu var því lokað með krossviðsplötum tímabundið þar sem hvorki hönnun né teikningar lágu fyrir í júní 2018.

Ég vil einnig taka það fram að ég skil gagnrýni á verkefnið sem slíkt og það hefur sannarlega farið mikið fram úr upprunalegri áætlun. Hins vegar finnst mér að sú gagnrýni eigi að beinast að stjórnsýslunni og þeim sem tóku ákvarðanir, ekki verktökum sem voru að sinna vinnunni sinni og höfðu að öðru leiti ekkert um verkefnið að segja.
Mér finnst það leitt þegar fréttir eru settar upp með villandi hætti eða jafnvel rangar. Nafnið mitt hefur persónulega verið dregið fram og látið líta út eins og ég sé á einhvern hátt óheiðalegur og vil ég því segja þetta:
• Ásökunum um að ég hafi dregið verkefnið á langinn til að „hala inn sem mestu“ þar sem verkefnið var unnið í tímavinnu vísa ég alfarið á bug. Ég hafði engan hag af því, er með nóg af verkefnum og hef þurft að láta aðra kúnna bíða þar sem þetta verkefni hefur dregist á langinn.
• Haldið hefur verið fram að tímaskriftir í verkefninu hafa verið frjálslegar, ss. skráðir fleiri tímar en voru í raun unnir. Því neita ég alfarið! Hver einasti tími rukkaður var sannarlega unnin og vísa ég öllum ásökunum um annað á bug.
• Ég hef aldrei unnið fyrir Reykjavíkurborg áður og hef engan áhuga á að vinna fyrir Reykjavíkurborg aftur.

Með kveðju,
Sigfús Örn Sigurðsson
Smiðurinn þinn slf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þessi spurning leiddi til handtöku eiginmannsins, 38 árum eftir að hún hvarf

Þessi spurning leiddi til handtöku eiginmannsins, 38 árum eftir að hún hvarf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur orðlaus: Vörur fyrirtækisins verði sniðgengnar – „Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum“

Vilhjálmur orðlaus: Vörur fyrirtækisins verði sniðgengnar – „Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum“
Fyrir 3 dögum

Sleppa við ábyrgð

Sleppa við ábyrgð
Fyrir 3 dögum

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kolbeinn hvetur foreldra til að senda börn sín í sveit: „Honum fannst ég alger aumingi fyrst“

Kolbeinn hvetur foreldra til að senda börn sín í sveit: „Honum fannst ég alger aumingi fyrst“
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Björn Óli Hauksson lætur af störfum sem forstjóri Isavia

Björn Óli Hauksson lætur af störfum sem forstjóri Isavia