fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Allt að 120 prósent verðmunur á milli matvöruverslana

Auður Ösp
Föstudaginn 12. október 2018 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Iceland er dýrasta matvöruverslunin samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ sem framkvæmd var 10. október sl. en í 60% tilfella eða 53 af 89 var Iceland með hæsta verðið. Bónus var oftast með lægsta verðið eða í 54 tilfellum af 89 eða 61% tilfella.

Lélegar verðmerkingar var víða að finna í verslun Nettó í könnuninni eða í 18% tilvika en slíkt kemur í veg fyrir að neytendur geti tekið upplýsta ákvörðun við innkaup.

Í þriðjungi tilfella var munurinn á hæsta og lægsta verði í könnuninni yfir 60%, í 16% tilfella yfir 90% verðmunur en í 53% tilfella var verðmunurinn yfir 40%. Mestur verðmunur var á hreinlætisvörum, grænmeti og ávöxtum og ýmis konar þurrvörum.

Iceland með hæsta verðið en Bónus það lægsta

Mikill verðmunur var á flestum þeim vörum sem kannaðar voru. Í 8 tilfellum af 89 var yfir 120% verðmunur og í 7 tilfellum yfir 90% verðmunur. Iceland er sem fyrr sú verslun sem oftast er með hæsta verðið eða í 60% tilfella en þar á eftir kemur Hagkaup með hæsta verðið í 21 tilfelli af 89 eða í 23% tilfella. Bónus var oftast með lægsta verðið eða í 53 af 89 tilfellum eða í 61% tilfella en Fjarðarkaup var næst oftast með lægsta verðið eða í 13 tilfellum.

Lélegar verðmerkingar grafa undan samkeppni

Athygli vekur hversu oft vantaði verðmerkingar í Nettó en samkvæmt lögum ber fyrirtækjum að verðmerkja allar vörur, annaðhvort á vörunni sjálfri eða með hillumerkingu eða skilti við vöruna. Verðmerkingar eru afar mikilvægar til að stuðla að heilbrigðum markaði en nauðsynlegt er að verðmerkja vörur svo að neytandi átti sig á samhenginu milli vöru og verðs. Lélegar verðmerkingar gera neytendum erfitt fyrir að taka upplýsta ákvörðun og grafa þannig undan samkeppni.

Mestur verðmunur á hreinlætisvörum og þurrvörum

Mesti verðmunurinn er á hreinlætisvörum en sem dæmi má nefna að 175% verðmunur var á dömubindum en lægst var stykkjaverðið á þeim í Costco á 12 kr. en hæst í Iceland á 34 kr stk. Þá var 118% verðmunur á hæsta og lægsta verði á 50 rykklútum frá Takk, dýrastir voru þeir í Kjörbúðinni Garði á 649 kr. en ódýrastir í Bónus á 298 kr.

235% verðmunur var á kílóverðinu á Neutral Storvask þvottaefni en hæst var það í Hagkaup, 1332 kr. en lægst í Bónus Árbæ, 398 kr. Mikill verðmunur var einnig á ýmsum þurrvörum en þar má nefna að 90% verðmun á kílóverði á Cheerios, lægst var það í Bónus, 864 kr. en hæst í Iceland, 1643 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala