fbpx
Þriðjudagur 25.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Blaðamaður NBC heimsótti Hjallastefnuskóla og netheimar loguðu: „Þegar stelpur fara að skæla er þeim umsvifalaust sagt að hætta því“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 11. október 2018 19:00

Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi skólans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Dúkkurnar eru bara fyrir strákana. Stelpurnar þurfa ekki að æfa sig í þessu,“ segir Kristín Cardew kennari í grunnskóla Hjallastefnunnar í samtali við fréttamann NBC. Hugmyndafræði Hjallastefnunnar er til umfjöllunar í grein sem birtist á vef NBC þann 4.október síðastliðinn.

Í samtali við blaðamann segir Margrét Pála Ólafsdóttir stofnandi skólans að „næmni og umhyggja stúlkna geti auðveldlega þróast yfir í sjálfsvorkunn og fórnarlambsvæðingu.“ Þá sé hætta á að styrkur og kraftur drengja brjótist fram í árásarhneigð og ofbeldi.

Blaðamaður lýsir jafnframt  heimsókn sinni í grunnskóla á vegum Hjallastefnunnar, en þar hitti hann meðal annars fyrir tvo nemendur, níu ára drengi sem voru í barnfóstruleik. „Annars staðar í salnum voru drengir að greiða hvor öðrum, lakka á sér neglurnar eða gefa hvor öðrum líkamsnudd,“ segir í greininni.

Á öðrum stað í greininni lýsir blaðamaður því sem fyrir augu bar þá meðan hann fylgdist með nokkrum stúlkum og kennara þeirra í útiveru. Stúlkurnar voru hvattar til að klifra í trjám. Þegar ein þeirra kallaði á hjálp og sagðist vera föst uppi í tré þá var svar kennarans: „Þú þarft enga hjálp. Klifraðu niður.“

Þá kemur fram að kennararnir bregðist yfirleitt ekki við þegar nemendur biðji um hjálp við einhverju, nema um sé að ræða neyðartilvik.

„Sérstök áhersla er lögð á að draga úr gráti og þegar stelpur fara að skæla er þeim umsvifalaust sagt að hætta því.“

Að sögn Kristínar Cardew hefur stúlkum almennt verið kennt að tjá sig með því að gráta. Með því að leyfa þeim að gráta sé verið að gera þær veikgeðja.

Leika sér með dúkkur og lakka á sér neglurnar

Hjallastefnan er einnig til umfjöllunar í nýlegri grein á vef RT. Í upphafi greinarinnar segir að á meðan margir vilji halda fast í þá staðhæfingu að „strákar verða alltaf strákar“ þá séu nokkrir skólar á Íslandi að bjóða staðímyndum birginn „með því að láta drengi leika sér með dúkkur og láta stúlkur klifra í trjám.“

Fram kemur að þó svo að Hjallastefnan þyki nokkuð róttæk á íslenskan mælikvarða þá hafi hún vaxið og dafnað þétt á undanförnum árum. 8 prósent íslenskra barna á leikskólaaldri ganga í skóla á vegum Hjallastefnunnar.

Fram kemur að í leikskólum Hjallastefnunnar séu drengir og stúlkur að mestu leyti aðskilin og takist á viðfangsefni sem gangi þvert á við hefðbundin kynjahlutverk. Stúlkur eru hvattar til að sýna frumkvæði og taka áhættu á meðan ýtt er undir samkennd, hlýju og náin tengsl  hjá drengjum. Þeir leika sér meðal annars með dúkkur, lakka á sér neglurnar, greiða hárið á hvor öðrum og nudda hvorn annan. Vitnað er í orð Margrétar Pálu Ólafsdóttur sem segir að ætlunin sé „að kenna strákum meira heldur en bara strákamenningu“

Sökuð um að beita börn ofbeldi

Ástralska Dateline fjallaði um Hjallastefnuna í þætti sínum síðastliðið sumar líkt og DV greindi frá. Hjallatefnan fékk nokkuð hrós í þættinum en viðbrögð erlendra áhorfenda voru hins vegar misjöfn.

Gengu sumir netverjar svo langt að saka Íslendinga um ofbeldi gagnvart börnum á leikskólum Hjallastefnunnar. Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um harðorð ummæli í garð Hjallastefnunnar.

Í kommentakerfinu undir myndskeiðinu á Youtube eru Íslendingum ekki vandaðar kveðjurnar.

Harmleikur

Strákar og naglalakk virðist vera eitruð blanda í augum margra

„Ísland, heimili geðveikinnar“

Þessi gengur skrefinu lengra og segir Ísland vera með þessu að framleiða nauðgara

Þessi sakar skólann um barnaníð

Þó svo að mikill meirihluti þeirra sem tjá sig um þáttinn séu andsnúnir aðferðum Íslendinga eru það þó ekki allir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Ari Edwald ósáttur: Sakar Isavia um ólöglega mismunun – UPPFÆRT: Isavia svarar

Ari Edwald ósáttur: Sakar Isavia um ólöglega mismunun – UPPFÆRT: Isavia svarar
Fréttir
Í gær

Mótmæla fíkniefnaleit á fólki á Secret Solstice – Segja borgaraleg réttindi brotin

Mótmæla fíkniefnaleit á fólki á Secret Solstice – Segja borgaraleg réttindi brotin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páskastjarnan Guðný María í stríði við nágranna sína – „Það er verið að hafa af mér eignir mínar“

Páskastjarnan Guðný María í stríði við nágranna sína – „Það er verið að hafa af mér eignir mínar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórfurðulegt háttalag ökumanns – Dansaði undir stýri og bíllinn rásaði út um allt

Stórfurðulegt háttalag ökumanns – Dansaði undir stýri og bíllinn rásaði út um allt