fbpx
Sunnudagur 22.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Fréttir

Brjáluð út í Ísland og varar fólk við landinu -Lamin af krökkum og eyddi 700.000 á 5 dögum -„Ég kem aldrei aftur til Íslands“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 10. október 2018 19:30

Kathleen og eiginmaður hennar á góðri stundu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég ætla að vara alla við sem ætla að ferðast til Íslands. Ferðamannaiðnaðurinn þar snýst eingöngu um að mergsjúga peninga út úr þeim sem heimsækja landið,“ segir hin bandaríska Kathleen Moir en hún kveðst hafa orðið fyrir líkamsárás og ránstilraun fyrir utan veitingastaðinn Jamie´s Italian í Pósthússtræti á seinasta ári. Hún segist hafa fengið dræm viðbrögð þegar hún tilkynnti árásina til lögreglu og setur spurningamerki við öryggi erlendra ferðamanna í miðborg Reykjavíkur.

Segir piltana hafa verið að sniglast um í leyfisleysi

Kathleen og eiginmaður hennar gistu á Hótel Borg í fjórar nætur í september á síðasta ári en að hennar sögn átti atvikið sér stað þann  18.september, um hálf níu leytið að kvöldi til. Þau hjónin hugðust snæða kvöldverð á Jamie´s Italian ásamt vinafólki en þegar þau mættu á staðinn var þeim tjáð að minnst hálftíma bið væri eftir borði. Þau ákváðu því að fara annað.

„Ég gekk út á undan þeim, á meðan þau voru ennþá að tala við starfsmanninn í móttökunni. Ég tók eftir því að það var viðbygging við hótelið þar sem dyrnar voru hálflokaðar inn í dimmt herbergi, og það virtist sem að enginn væri þar inni. Mér fannst það hálf skuggalegt.“

Kathleen kveðst hafa staðið þannig að bak hennar sneri í átt að hálflokuðu dyrunum.

„Allt í einu kom einhver hlaupandi aftan að mér og reyndi að hrinda mér niður í jörðina með því að setja báðar hendurnar á bakið á mér,“ segir hún en hún kveðst hafa náð að afstýra fallinu og tekið þá eftir að árásarmaðurinn var piltur í kringum 12 ára. „Það næsta sem ég man var að annar piltur, í kringum 17 ára, birtist skyndilega.“

Hún segir eldri piltinn hafa reynt að rífa að henni axlartösku sem hún var með en ekki tekist ætlunarverk sitt þar sem ólin lá þvert yfir líkama hennar.  Hún segir piltana því næst  hafa náð að flýja í burtu.

Kathleen segist fullviss um að piltarnir hafi komið út úr viðbyggingunni þegar þeir réðust á hana og telur hún fullvíst að þeir hafi verið þar inni í leyfisleysi, en dyrnar hafi verið ólæstar. Segist hana gruna  að þeir hafi beinlínis verið að bíða eftir hentugu fórnarlambi til að ráðast á og ræna.

Hún segist ekki hafa tilkynnt atvikið til lögreglu þar sem hún hafi ekki fundið fyrir líkamlegum afleiðingum árásarinnar fyrr en nokkrum dögum síðar, auk þess sem piltunum tókst ekki að ræna tösku hennar.

Segir atvikið hafa verið hunsað

Kathleen kveðst hafa greint starfsfólki hótelsins og veitingastaðarins frá atvikinu daginn eftir og verið tjáð á báðum stöðum að frásögn hennar yrði komið áleiðis til framkvæmdastjóra. Um kvöldið hafi hún síðan tekið eftir að dyrnar á viðbyggingunni stóðu ennþá hálfopnar.

Kathleen og eiginmaður hennar á góðri stundu

„Þannig að augljóslega var þetta ekki tekið mjög alvarlega. Þegar við yfirgáfum hótelið þann 20.september var hurðin ennþá hálfopin.“

Kathleen  kveðst hafa sent tölvupóst á á Hótel Borg og á Keahótel eftir að hún sneri aftur heim til Bandaríkjanna, en hótelið hafi áframsent þann tölvupóst á veitingastaðinn.

„Framkvæmdastjórinn hringdi síðan í mig og ég sagði henni hvað hefði gerst. Hún fullvissaði mig um að það hefðu verið gerðar öryggisráðstafanir en mér skildist á henni að dyrnar á viðbyggingunni væru skildar eftir opnar til að gestir veitingastaðarins gætu farið þangað til að nota salernið,“

segir hún og bætir við að framkvæmdastjórinn hafi jafnframt þakkað henni fyrir að láta vita af atvikinu, og óskað henni velfarnaðar. Hún segist furða sig á því að gestir staðarins þurfti að fikra sig í gegnum dimmt herbergi til að fara á salernið. „Þarna hefði til dæmis eldri borgari geta orðið fyrir árás í myrkrinu.“

Hún segist hafa byrjað að finna fyrir eymslum í hálsi og baki fjórum dögum eftir árásina og telur líklegt að það sé vegna hálshnykkjar. Hún hafi þurft að gangast undir læknisskoðanir, röngtenmyndatökur og sjúkraþjálfun vegna þessa, með tilheyrandi kostnaði.

„Þetta er svo dapurlegt“

Kathleen kveðst hafa haft samband við íslenska sendiráðið í Washington sem hafi ráðlagt henni að senda tölvupóst á lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.

Í svarbréfi frá lögreglunni kemur fram að tilkynningin hafi verið áframsend á rannsóknardeildina en það sé lítið hægt að gera í málinu þar sem engar vísbendingar séu til staðar. Það séu því varla forsendur fyrir því að hefja rannsókn.

Kathleen er vægast sagt ósátt við þau viðbrögð sem hún hefur fengið og segir öryggi erlendra ferðamanna í Reykjavík ábótavant.

„Ég er búin að vera að rannsaka glæpatíðni í landinu og ég sé að tilkynningum um líkamsárásir og rán hefur farið fjölgandi, og sömuleiðis afbrot ungmenna.

Þrjár milljónir erlendra ferðamanna heimsækja Ísland á hverju ári. Það er ljóst að það er eitthvað mikið að þegar ferðamenn geta ekki verið öruggir fyrir utan fimm stjörnu hótel. Í þá fimm daga sem við dvöldum í Reykjavík man ég ekki eftir að hafa séð einn einasta lögregluþjón eða lögreglubíl. Ég sá hins vegar veggjakrot út um allt. Þetta var svo dapurlegt. Þessi borg var ekki svona þegar ég kom fyrir fjórum árum.

Ég kem aldrei aftur til Íslands. Ég var að heimsækja landið í annað skiptið á fjórum árum. Við eyddum í kringum 6 þúsund dollurum á fimm dögum og parið sem var með okkur eyddi svipað miklu,“

segir Kathleen og bætir við að henni finnist lítið til landsins koma eftir þessa aðra heimsókn sína. Hún mun halda áfram að leita réttar síns en landið þar sem hún var lamin og höfð að féþúfu heimsækir hún aldrei aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Syndir feðranna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

 „Fólk er að vakna og sjá hvar kúkurinn er farinn að fljóta í þessu kerfi“

 „Fólk er að vakna og sjá hvar kúkurinn er farinn að fljóta í þessu kerfi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín skrifar átakanlegt bréf frá íslenska ríkinu til Guðjóns: „Ég bið þig að fyrirgefa“

Katrín skrifar átakanlegt bréf frá íslenska ríkinu til Guðjóns: „Ég bið þig að fyrirgefa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkið krefst sýknu af bótakröfum Guðjóns Skarphéðinssonar – Krefur Guðjón einnig um málskostnað

Ríkið krefst sýknu af bótakröfum Guðjóns Skarphéðinssonar – Krefur Guðjón einnig um málskostnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hér búa barnaníðingarnir – DV birtir kort

Hér búa barnaníðingarnir – DV birtir kort
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ísland í dag sagt áróður fyrir elítuna: „Ég gubbaði upp í mig“

Ísland í dag sagt áróður fyrir elítuna: „Ég gubbaði upp í mig“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Svavar Knútur: „Aldrei má bara bæta kjör fólks án þess að klípa af því á móti“

Svavar Knútur: „Aldrei má bara bæta kjör fólks án þess að klípa af því á móti“