fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Sturla er bugaður á 10 ára afmæli hrunsins – „Ég er orðinn þreyttur á þessu, þetta er ekki geðslegt“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. október 2018 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sturla Jónsson vörubílstjóri er farinn að láta að sér kveða nú þegar tíu ár eru liðin frá hruni. Sturla var áberandi í aðdraganda hrunsins og eftir það og var til dæmis einn af skipuleggjendum mótmæla vörubílstjóra vegna síhækkandi olíuverðs og hárra olíuskatta vorið 2008.

Sturla er kominn aftur á kreik og hann er ekki búinn að segja sitt síðasta í baráttunni gegn háu olíuverði. Hann birti myndband á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann kveðst vera orðinn þreyttur á sífelldum hækkunum að undanförnu.

„Ég var að tala um olíuverðið fyrir þremur tímum síðan. Þá var það í 229 krónum verðið á dísel. Fyrir þremur klukkutímum! Hvað er það núna? 232,20 krónur,“ segir Sturla en til samanburðar var meðalverð á dísel-olíu árið 2008 172,8 krónur og á bensíni 158,3 krónur.

Sturla bendir á að verðið hafi hækkað um nokkuð margar krónur á undanförnum dögum og vikum. „Hvað hækkuðu lánin í landinu mikið bara við þessar fimm krónur á einni viku? Það nær ekki viku, eru þetta ekki næstum átta krónur á einni viku? Ég er alveg þögull eins og þið heyrið.“

Sturla hefur vissulega rétt fyrir sér þegar hann talar um hækkandi eldsneytisverð. Samkvæmt verðlista Skeljungs, sem aðgengilegur er á netinu, frá 1. janúar síðastliðnum kostaði lítrinn af díselolíu hjá Orkunni þá 202,9 krónur. Samkvæmt verðskrá Skeljungs frá 2. október síðastliðnum kostaði lítrinn af dísel þá 227,10 krónur. Nemur hækkunin tæpum 25 krónum á innan við ári.

„Hvenær fáum við nóg af þessari þvælu? Skatturinn af þessari tölu hann er hundrað og fimmtíu krónur, sirka. Ég er orðinn þreyttur á þessu, þetta er ekki geðslegt. Þið sjáið verðið. Það var hérna í denn þá var mjólkin dýrari en olían en nú er þessu öfugt farið,“ segir Sturla en myndbandið má sjá hér að neðan.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þessi spurning leiddi til handtöku eiginmannsins, 38 árum eftir að hún hvarf

Þessi spurning leiddi til handtöku eiginmannsins, 38 árum eftir að hún hvarf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur orðlaus: Vörur fyrirtækisins verði sniðgengnar – „Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum“

Vilhjálmur orðlaus: Vörur fyrirtækisins verði sniðgengnar – „Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum“
Fyrir 3 dögum

Sleppa við ábyrgð

Sleppa við ábyrgð
Fyrir 3 dögum

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kolbeinn hvetur foreldra til að senda börn sín í sveit: „Honum fannst ég alger aumingi fyrst“

Kolbeinn hvetur foreldra til að senda börn sín í sveit: „Honum fannst ég alger aumingi fyrst“
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Björn Óli Hauksson lætur af störfum sem forstjóri Isavia

Björn Óli Hauksson lætur af störfum sem forstjóri Isavia